Síðdegisútvarpið

Benni Erlings, Hera Björk, Ólöf Jara og fröken Dúlla

Ormhildarsaga er glæný teiknimyndarsaga sem verður heimsfrumsýnd á RUV laugardaginn 3. janúar nk.  Þættirnir verða sýndir alla laugardaga í seinnipartsbarnaefninu.  Um er ræða 26 þátta teiknimyndaseríu byggða á myndasögunni Ormhildarsaga sem kom út 2016.  Aníta Briem og Mía sem talsetja myndina komu til okkar ásamt Þórey Mjallhvíti  höfundi.

Jóhanna Knudsen, kölluð Dúlla af ástvinum sínum, er alræmd vegna rannsókn hennar á siðferðisástandinu í Reykjavík á árum seinni heimsstyrjaldar. Nærgöngular yfirheyrslur hennar yfir stúlkum sem grunaðar voru um samneyti við erlenda hermenn hafa verið kallaðar umfangsmestu persónunjósnir Íslandssögunnar. En hver var Dúlla Knudsen?  Höfundur bókarinnar fröken Dúlla kom til okkar hún heitir Kristín Svava Tómasdóttir.

Hera Björk Þórhallsdóttir söngkona er mikið jólabarn og hún kemur í Síðdegisútvarpið í dag og gefur okkur uppskrift óáfengu jólapúnsi og segir okkur hvað er það allra mikilvægasta hjá henni og fjölskyldunni á þessum tíma ársins.

Danska konan er leikin þáttaröð sem verður frumsýnd hér á ruv og fyrsti þátturinn er á dagskrá 1. janúar.  Benedikt Erlingsson er leikstjóri en hann skrifaði handritið ásamt Ólafi Egilssyni og danska leikkonan Trine Dyrholm leikur aðalhlutverkið.  Benedikt kom í Síðdegisútvarpið í dag.

Við ætlum líka heyra af því hver eru 10 orðin sem tilnefnd voru sem orð ársins.  Anna Sigríður Þráinsdóttir málfarsráðunautur Ruv kom til okkar og sagði okkur frá því.

Og við hringdum til Bandaríkjanna nánar tiltekið til Chicago og heyra í leik- og söngkonunni Ólöfu Jöru Skagfjörð en hún tekur þátt í uppfærslunni á Elf sem er á ferðalagi um Bandaríkin, ristastór sýning og Ólöf fer með eitt af aðalhlutverkunum við heyrðum í henni.

Frumflutt

5. des. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Þórður Helgi Þórðarson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,