Síðdegisútvarpið

Þyngst norðurlandabúa, aðstöðumunur barna í borginni og hrafninn Dimma í hljóðveri

Íslendingar eru þyngstu íbúar Norðurlandanna samkvæmt niðurstöðum NORMO 2025, skýrslu um matvæli og heilsu. Almennar niðurstöður eru fólk á Norðurlöndum borði óhollt og of mikið, hreyfi sig of lítið og ofþyngd orðin algengari. Við ræddum þetta mál við Hólmfríði Þorgeirsdóttur næringarfræðing hjá embætti landlæknis.

Við settum okkur í samband við Jóhann Hlíðar Harðarson fréttaritara okkar á Spáni og hann sagði okkur frá hræðilegu einelti í spænskum skólum sem hefur leitt til sjálfsvíga og svo sagði hann okkur frá undrabarninu Rósalíu sem er slá í gegn með nýju plötunni sinni.

Sara Björg Sigurðardóttir varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar og íbúi í Breiðholti skrifaði áhugaverða grein á Vísi þar sem hún veltir fyrir sér hvað valdi því 19% barna í borginni nýti ekki frístundastyrkinn sinn sem nemur 75 þúsund krónum á hvert barn á aldrinum 6 til 18 ára. Vilja þau ekki taka þátt? Eru þau áhugalaus eða eru aðrar ástæður fyrir því þau taka ekki þátt? Sara Björg kom til okkar.

Í síðustu viku bárust af því fréttir frægasti hrafn Íslands væri týndur. Krumminn, sem heitir Dimma, kom sem betur fer í leitirnar nokkrum dögum síðar. Eigandi Dimmu er Jóhann Helgi Hlöðversson og hann kom til okkar ásamt Dimmu og þau sögðu okkur frá einstöku sambandi þeirra.

Fjölmiðlakonan og leiðsögumaðurinn Sigrún Stefánsdóttir kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur fjallgöngum þrátt fyrir vera orðin 78 ára gömul. Á dögunum lenti hún í sjálfheldu í fjallshlíð í útjaðri framandi Granada borgar á Spáni og mun aldrei framar tuða yfir ferðamönnum sem lenda í hrakningum á Íslandi. Sigrún ræddi við okkur.

Frumflutt

2. des. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Þórður Helgi Þórðarson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,