Síðdegisútvarpið

Björn Ingi og Ólöf Skafta um atburði dagsins, landsleikur í kvennaknattspyrnu og Ellý Ármanns föstudagsgestur

Enn meira fjör hefur færst í baráttuna um Bessastaði síðan Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gaf það út fyrr í dag hún gæfi kost á sér í embætti forseta. Hingað til okkar koma þau Ólöf Skaftadóttir og Björn Ingi Hrafnsson til spá í hvaða afleiðingar þetta muni hafa fyrir stjórnarsamstarfið og hvaða afleiðingar þetta hafi muni hafa fyrir VG. En einnig ætlum við ræða þá frambjóðendur sem fram eru komnir og spá í kosningabaráttuna sem framundan er.

Kvennalandsliðs Íslands í knattspyrnu hefur leik í undankeppni Evrópumótsins 2025 í dag þegar það mætir pólska liðinu á Kópavogsvelli klukkan 16:45. Einar Örn Jónsson, íþróttafréttamaður ætlar kíkja til okkar spá aðeins í spilin.

Föstudagsgesturinn er þessu sinni er mörgum af góðu kunn. Starfaði meðal annars sem þula hér hjá Ríkissjónvarpinu fyrir einhverjum misserum síðan. Ellý Ármannsdóttir er þúsundþjalasmiður, starfar sem flugfreyja, leggur stund á myndlist og vinnur líka sem spákona. Við ætlum heyra af öllu þessu og jafnframt bjóða hlustendum hringja inn og láta spá fyrir sér.

Um 150 skátaforingjar sitja og funda á Sólheimum í Grímsnesi. Þar er þingað undir yfirskriftinni Leiðtogar í 100 ár en aldarafmæli Bandalags íslenskra skáta ber upp á þessu ári. Við ætlum heyra í Hörpu Ósk Valgeirsdóttur, skátahöfðingja og heyra af starfinu og undirbúningi fyrir fyrsta Landsmót skáta í 8 ár sem fram mun fara í sumar.

En við byrjum á þessu. Höskuldur Kári Schram frettamaður hefur fylgst með atburðarás dagsins frá því ríkisstjórnin fundaði í morgun og hann er hingað komin.

Frumflutt

5. apríl 2024

Aðgengilegt til

5. apríl 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Valur Grettisson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,