Síðdegisútvarpið

3.október

Margt hefur mætt á þjóðinni undanförnu og eitt af því síðasta sem við þurftum á halda var sjá erlendan ferðamann á 14 tonna trukki spæna upp íslenska náttúru og það í Þjórsárverum, á meðan hann tók það upp og deildi svo skemmdarverkin á youtube. Margar kenningar hafa sprottið upp á samfélagsmiðlum eftir þetta var sýnt í fréttum á RUV. Er þessi ákveðni ferðamaður náttúruníðingur af verstu gerð eða eru slóðar landsins einfaldlega allt of illa merktir? Sveinbjörn Halldórsson fromaður Ferðaklúbbsins 4X4 leggur sitt mat á vogaskálarnar á eftir.

Í gær var haldið opið málþing um kjör eldra fólks. Málþingið byggðist á stefnumörkun LEB í kjaramálum 2023. Þar kom fram um tuttugu þúsund manns lifa rétt við eða undir lágmarksmörkum og þola engar óvæntar uppákomur. Allar hækkanir á vöruverði og þjónustu bitna hart á þessum hópi og ekkert fara úrskeiðis. Helgi Pétursson er formaður Landssambands eldri borgara. Hann kemur til okkar og segir okkur frá ályktun málþingsins.

Ein stærsta og skærasta stjarna síðustu aldar í Hollywood var án efa Rock Hudson. Rock Hudson lifði tvöföldu lífi og komst það í raun ekki upp fyrr en hann lést úr alnæmi árið 1985. Þar með var Rock Hudson fyrsta stórstjarnan sem lést völdum alnæmis og fékk það heimsbyggðina til opna augun fyrir sjúkdómnum. Á kvikmyndahátíðinni RIFF er sýnd heimildarmyndin Rock Hudson: All That Heaven Allowed / Rock Hudson: Rödd hjartans. Einar Thor Jónsson er sérfræðingur Síðdegisútvarpssin í Hudson, hann mætir á eftir.

Á undanförnum misserum hefur neysla á hvers kyns ópíóíðum, svo sem oxycontin, færst mjög í vöxt hér á landi sem og annars staðar. Lögreglan hefur ekki undan við haldleggja oxycontin. Um þetta verður fjallað í Kveiksþætti kvöldsins. Jóhann Bjarni Kolbeinsson fréttamaður og Ingvar Haukur Guðmundsson myndatökumaður og framleiðandi líta til okkar á eftir.

Gígja Hólmgeirsdóttir verður með okkur frá Akureyri og í dag ætlar hún feta menntaveginn. Nánar um það hér á eftir.

Eins og kunnungt er komst Vestri í befstu deild karla í knattspyrnu eftir hafa sigrað lið Aftureldingar í hreinum úrslitaleik á laugardaginn. Það er ýmislegt sem kemur til með breytast í umhverfi knattspyrnunnar fyrir vestan m.a. þarf stofna meistaraflokk kvenna samkvæmt nýjum lögum KSÍ og svo þarf völlurinn þeirra Torfnesvöllur vera tilbúinn fyrir fyrsta leik næsta vors sem verður 10. apríl og auknar kröfur eru gerðar til vallar og aðbúnaðar með þessum árangri. Samúel Samúelsson er formaður meistaraflokksráðs Vestra við hringjum í hann.

Frumflutt

3. okt. 2023

Aðgengilegt til

2. okt. 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þættir

,