Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið 8. desember

Það eru þau Hrafnhildur og Kristján Freyr sem sjá um Síðdegisútvarpið og ekki laust við í þeim blundi smá föstudagur í dag!

Á morgun verða haldnir tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Suðurlands í íþróttahúsinu Þykkvabæ - það væri ekki í frásögur færandi nema hvað kvenfélagið Sigurvon í Þykkvabæ sér um kaffihlaðborðið og það er ekki af verri endanum. Við heyrum í Birnu Guðjónsdóttur formanni kvenfélagsins.

er vitaskuld tími samveru meðal fjölskyldunnar og vina á aðventunni og eitt af því sem gaman er gera saman er horfa á góða jólamynd. eru sjónvarpsveiturnar uppfullar af jólabíói og einnig eru kvikmyndahúsin sýna margar af klassísku jólamyndum síðustu ára. Hugleikur Dagsson er annálaður kvikmyndaunnandi og jólabarn og hann ætlar deila með okkur hvaða jólamyndir rata allataf í tækið hjá honum og hans vinum og fjölskyldu.

Það standa yfir miklar framkvæmdir á veitu - og lagnakerfum í Grindavík. Við tökum stöðuna með Fannari Jónassyni bæjarstjóra, spyrjum hann út í stöðu mála og ýmislegt fleira sem tengist Grindavík og Grindvíkingum.

Í Bláfjöllum er allt á fullu við framleiða snjó og veðrið hér á suðvesturhorninu hefur verið nýtt til hins ítrasta til þeirrar framleiðslu. En hvernig gengur og hvenær megum við búast við því geta smellt á okkur skóna og skíðin? Einar Bjarnason rekstrarstjóri í Bláfjöllum segir okkur allt um það.

Stórsöngvarann Valdimar Guðmundsson þarf vart kynna en hann hefur verið einn þekktasti og dáðasti söngvari landsins undanfarinn áratug. Valdimar stendur í stórræðum þessa dagana rétt eins og margt tónlistarfólk og heldur sína árlegu jólatónleika í Eldborgarsal Hörpu um helgina auk þess sem hann hefur ferðast yfir landið þvert og endilangt með hljómsveitinni Lón. Við ætlum stela Valdimar í smá föstudagsspjall undir lok þáttar og mögulegt félagar hans í Lón-tríóinu komið með, vopnaðir hljóðfærum.

Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum hefur keypt búnað sem breytir sjó í drykkjarvatn. Fyrsti gámurinn er væntanlegur til landsins fljótlega og verður hann notaður til tryggja hitaveituna í bænum. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar verður á línunni hjá okkur.

Frumflutt

8. des. 2023

Aðgengilegt til

7. des. 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Valur Grettisson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,