Síðdegisútvarpið

2.nóvember

Óánægju hefur gætt meðal foreldra leikskólabarna í Árborg vegna mögulegrar yfirtöku Hjallastefnunnar á leikskólanum Árbæ en tilkynning barst í enda októbermánaðar skólinn yrði Hjallastefnuleikskóli frá og með 2. nóvember. Framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar er Bóas Hallgrímsson og hann segir okkur nánar frá upplýsingaskorti sem varð úr og leiðréttur var.

Rithöfundurinn Eiríkur Örn Norðdahl gaf út á dögunum bókina Náttúrulögmálin og fagnaði útgáfunni í kjölfarið með hófi á Byggðasafni Vestfjarða á Ísafirði en Eiríkur er búsettur fyrir vestan. Hann lét það sér þó ekki nægja heldur rauk af stað í heilmikla upplestrarferð þar sem 32 áfangastaðir verða á leið hans í hringferðinni. Við heyrum í Eiríki sem tapaði hattinum sínum í ferðinni.

Hljómsveitin Bítlarnir voru ?droppa? nýju lagi, svo við notum tungutak nútíma tónlistarfólks en flest talar það um droppa þegar nýtt lag ratar á streymisveitur. Þetta væri ekki í frásögur færandi ef Bítlarnir hefðu ekki hætt fyrir vel rúmum 50 árum síðan. Með hjálp gervigreindar í laginu heyra samspil allra meðlima þó tveir þeirra séu látnir. Árni Matthíasson spjallar lítillega við okkur um nýja lagið og hvað gervigreindin geti fært okkur í framtíðinni.

Niðurstöður nýrrar rannsóknar, sem nær til um 65 þúsunda fullorðinna einstaklinga á Íslandi, Svíþjóð, Danmörku og Noregi, benda til þess alvarleiki veikinda af völdum COVID-19-sjúkdómsins ákvarðandi þáttur um hættuna á langvarandi líkamlegum einkennum þeirra sem sýkjast. Rannsóknin var unnin innan COVIDMENT-rannsóknarstarfsins og niðurstöðurnar birtust í dag í vísindatímaritinu The Lancet Regional Health - Europe. Thor Aspelund, prófessor við Miðstöð í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands er einn þeirra sem kemur þessari rannsókn. Hann kemur til okkar á eftir.

Lús í laxeldi Arctic Fish í Tálknafirði fjölgaði mikið í október og samkvæmt nýjum fréttum af ruv.is segir sérgreinalæknir hjá MAST jafnmikla lús hafi ekki áður sést hér á landi. Veiga Grétarsdóttir, kajakræðari og náttúruverndarsinni var í Tálknafirði í lok síðustu viku og tók upp myndbönd af deyjandi löxum og förgun sem á sér stað hjá Arctic Fish. Veiga segir okkur frá því sem fyrir augum bar.

Loks kemur til okkar venju, Atli Fannar Bjarkason, með miðvikudags-meme-ið og spennandi sjá hvað kemur upp úr þeim hatti í dag.

Það eru Hrafnhildur og Kristján Freyr Halldórsbörn sem stýra þætti kvöldsins.

Frumflutt

2. nóv. 2023

Aðgengilegt til

1. nóv. 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Valur Grettisson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,