Síðdegisútvarpið

Nýkjörinn biskup, Ólöf Skafta og Þorbjörg Sigríður spá í forsetakosningarnar, borgarlína og þyrlupallur

Við fáum til okkar í Síðdegisútvarpið í dag Guðrúnu Karls Helgudóttur nýkjörinn biskup Íslands en hún sest niður með okkur hér strax loknum fimm fréttum og við fáum okkur kaffibolla með henni á þessum tímamótum.

Það eru aðeins örfáir dagar þar til landsmenn mæta á kjörstað og kjósa sér nýjan forseta. Það lítur allt út fyrir þetta verði mest spennandi forsetakosningar frá upphafi og við ætlum þær Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur þingmann Viðreisnar og Ólöfu Skaftadóttur fyrrverandi ritstjóra Fréttablaðsins til okkar til ræða frambjóðendurna, kosningabaráttuna og auðvitað möguleg kosningaúrslit.

Vega­gerðin hef­ur boðið út hönn­un borg­ar­lín­unn­ar eft­ir Suður­lands­braut og Lauga­vegi en um er ræða for­hönn­un á ein­um verk­hluta og verk­hönn­un á alls sex verk­hlut­um. Við ætlum heyra í Ásdísi Kristinsdóttur forstöðumanni verkefnastofu borgarlínu og hana til skýra þetta út fyrir okkur, hvað þetta þýði, hvað felist í verkinu og hvernig svona útboð fari fram.

Bárður Örn Gunn­ars­son, fram­kvæmda­stjóri Lava Center hef­ur ásamt öðrum ferðaþjón­ustuaðilum í Rangárþingi fundað með ráðamönnum þar um aðgerðir sem eiga efla vetr­ar­ferðaþjón­ustu á svæðinu til framtíðar. Einnig er lagt upp með þessi vinna geti einnig bætt lífs­kjör íbúa og stuðlað hagræðingu í rekstri sveit­ar­fé­lag­anna. Bárður ætlar koma til okkar í Síðdegisútvarpið á eftir og segja okkur betur frá þessum spennandi pælingum sem eru eiga sér stað í Rangárþingi.

Í kvöld verður aðalfund Liverpoolklúbbsins á Íslandi haldinn í Minigarðinum og þar á meðal annars kjósa nýjan formann. Við heyrum í fráfarandi formanni Braga Brynjarssyni og spyrjum hann aðeins út í þennan merka klúbb og þennan mikla áhuga landsmanna á Liverpool.

Við lásum um það í Morgunblaðinu í dag ekki gert ráð fyr­ir nýj­um þyrlupalli, hvort sem er á jörðu eða á þaki, í nein­um drög­um nýrr­ar viðbygg­ing­ar við Sjúkra­húsið á Ak­ur­eyri, SAk, sem reisa á sunn­an spít­al­ans á lóðinni þar sem nú­ver­andi þyrlupall­ur er. Þetta hefur vakið upp einhverjar spurninga og og línunni hjá okkur er Hildigunnur Svavarsdóttir forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri.

Frumflutt

28. maí 2024

Aðgengilegt til

28. maí 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þættir

,