Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið 6. desember

Síðdegisútvarpið í dag er í umsjón Hrafnhildar og Kristjáns Freys.

Í gær birtist grein á Vísi eftir Steinar B. Aðalbjörnsson næringarfræðing og forvarnarfulltrúa hjá Krabbameinsfélaginu undir yfirskriftinni : Ákall til matvælaframleiðenda og sölu- og markaðsaðila matvæla. Þar fer Steinar yfir mikilvægi þess aðgengi hollum og næringarríkum mat gott og mikilvægt í baráttu við betri lýðheilsu. Krabbameinsfélagið stendur líka fyrir jólaleik þar sem fólk og fyrirtæki eru hvött til finna sniðuga útfærslu á því hvernig bera megi fram grænmeti og/eða ávexti á nýstárlegan hátt. Steinar kemur í heimsókn

Þótt það ekki nákvæmlega vitað hvenær Púkk var fyrst byrjað spila á Íslandi, þá hefur það samt tvisvar verið gefið út áður í formi borðspils. Frímerkjamiðstöðin gaf út sína útgáfu árið 1977 og Gutenberg árið 2004. hefur Berglind Sigurðardóttir vakið spilið aftur til lífsins og kennir okkur Púkk í beinni.

Rithöfundurinn Lilja Sigurðardóttir er bæjarlistamaður Kópavogsbæjar. Eitt af hennar sjálfskipuðu embættisverkum er bjóða upp á skemmtilega viðburðadagskrá sem hverfist um glæpasöguna í öllum sínum litbrigðum. Í kvöld sér hún um dularfulla spurningakeppni sem kallast Krimmakviss í Kópavogi og við forvitnumst um þennan jólalega en spennandi viðburð.

Heiðmörk er vinsælt útivistarsvæði í útjaðri Reykjavíkur en þar er finna fjölbreytt landslag og skógrækt sem Skógræktarfélag Reykjavíkur hefur haft veg og vanda af. Orkuveitan er eigandi Elliðavatnslandsins sem nær yfir stóran hluta Heiðmerkur. Á jörðinni eru vatnstökusvæði Veitna sem eru mikilvæg auðlind og sér stórum hluta landsmanna fyrir fersku vatni. berast fréttir af því Orkuveita Reykjavíkur freisti þess átta sumarhúsaeigendur í Heiðmörk borna út úr bústöðum sínum, Eiríkur Hjálmarsson hjá OR útskýrir fyrir okkur um hvað málið snýst.

Guðmundur Höskuldsson býr í Neskaupsstað á Norðfirði og fæst þar meðal annars við hljóðfærasmíði og tónlistarútgáfu en hann gaf út sína fyrstu sólóplötu á dögunum, undir listamannsheitinu Dundur en platan heitir Tilvera og hefur fengið prýðisdóma víða. Við ætlum slá á þráðinn austur og heyra aðeins af því við hvað hann er dunda núna í desember.

Og við byrjum á fregnum frá Birni Malmquist í Brussel

Frumflutt

6. des. 2023

Aðgengilegt til

5. des. 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Valur Grettisson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,