Síðdegisútvarpið

24. ágúst

Í næstu viku fer fram þriggja daga námskeið um samþætta skaðaminnkandi meðferð sem er hugmyndafræði í meðhöndlun á fíkn og áhættuhegðun. Þjálfuninni stýrir Dr. Tatarsky sem er á viðburði námskeiðsins er lýst sem leiðandi afli í þeirri hreyfingu og nýju hugsun sem skapast hefur í kringum skaðaminnkandi meðferð. Matthildur, samtök um skaðaminnkun, og Heilshugar standa fyrir námskeiðinu. Lilja Sif Þorsteinsdóttir, sálfræðingur og Svala Jóhannesdóttir, sérfræðingur í skaðaminnkun kíkja til okkar og segja frá dagskránni sem fer fram á Reykjavik Natura

Eftir viku verður frumsýnt í Tjarnarbíói nýtt íslensk leikverk sem heitir Sund og fjallar um fyrirbæri sem Íslendingar elska sérstaklega mikið, nefnilega sundlaugarnar. Túristar í sundi, slúður í heitapottinum, handklæði á bakkanum og ýmislegt fleira verður tekið fyrir í verkinu sem er eftir Birni Jón Sigurðsson leikstjóra og rithöfund. Hann kíkir til okkar og segir okkur frá.

Óður til hávaða//Ljósið og ruslið er yfirskrift stórtónleika sem fram fara annað kvöld í Salnum tónlistarhúsi. Á tónleikunum gefur líta frumsýningu á tónlistarkvikmynd eftir Úlf Eldjárn og Patrik Ontkovic sem er nokkurskonar lofgjörð til Hamraborgarinnar. Einnig sjá marglaga svið- og tónverk Benedikts Hermann Hermannssonar og Ásrúnar Magnúsdóttur sem nefnist Ljósið og Ruslið verður flutt af kröftugum kvennakór og hljómsveit. Beneditkt Hermann, eða Benni Hemm Hemm lítur til okkar ásamt Ásrúnu Magnúsdóttur og Ragnheiði Maísól.

Atli Fannar Bjarkason mætir til okkar með sinn vikulega lið, MEME vikunnar.

Áttunda árið í röð bjóða RÚV og Sinfóníuhljómsveit Íslands upp á tónlistarveislu í beinni útsendingu frá Hörpu þar sem landsmönnum gefst kostur á hafa áhrif á efnisskrána. þessu sinni er vinsæl tónlist úr kvikmyndum í aðalhlutverki. Guðni Tómasson og Halla Oddný Magnúsdóttir segja okkur nánar frá þessu.

Það var í október árið 1987 sem kýrin Harpa vann frækilegt afrek þegar henni tókst flýja slátrararann sem ætlaði ráða hana af dögum og æða til hafs. Hún synti frá Flateyri yfir Önundarfjörð og var leidd í fjóss á Kirkjubóli í Valþjófsdal þar sem hún lifði alsæl í nokkur ár til viðbótar. Síðan þá hafa vaskir sundgarpar leikið þetta eftir og heiðrað minningu Hörpu, sem síðar fékk nafnið Sæunn, með því synda svokallað Sæunnarsund. Þau munu stinga sér til sunds á laugardaginn. Bryndís Sigurðardóttir verður á línunni og segir okkur frá kúnni og sundinu mikla.

Frumflutt

24. ágúst 2023

Aðgengilegt til

23. ágúst 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Valur Grettisson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,