Síðdegisútvarpið

16. október

Sérstakir táknmáls-tónleikar verða haldnir í Tjarnarbíói næstu helgi þar sem sviðsett verða ljóð á íslensku táknmáli og kannaðar verða nýjar slóðir í sviðslistum. Heyrnalausir og heyrandi sitja hlið við hlið á tónleikunum þar sem döff ljóðlist og kórverk skapa áður óséðan samleika. Elsa Björnsdóttir, Ásta Sigríður Arnardóttir og Túlkurinn Agnes Steina kíkja til okkar.

Hinir ofurgreindu spéfuglar Tvíhöfði hafa skemmt þjóðinni um áraraðir á ljósvakamiðlunum og segja þeir hafi slegið alveg nýjan tón þegar þeir birtust landsmönnum í fyrsta sinn. Tvíhöfði er menningarfyrirbæri sem allir hafa skoðun á. En eitt er óumdeilanlegt, tónlistin þeirra kemur frá hjartanu. Í kvöld koma þeir fram á tónleikaröð Jóns Ólafssonar Af fingrum fram, en þeir við í síðdegisútvarpinu áður en þeir mæta í Salinn Kópóvogi.

er október senn á enda og gamla góða skammdegið hefur sýnt það og sannað síðustu daga það hefur engu gleymt. Það minnir okkur auðvitað á mikilvægi þess taka D vítamínið okkar en það er ekki nóg hugsa um okkur sjálf, við verðum líka hugsa um blómin okkar sem þurfa sitt sólarljós. Hvað er til bragðs taka þegar sólin er farin? Eru úti um blómin sem við keyptum okkur í sumar? Hafsteinn Hafliðason plöntukóngur verður á línunni og ætlar gefa okkur góð ráð.

Atli Fannar Bjarkason mætir eins og alla aðra fimmtudaga með sinn vikulega lið, MEME vikunnar. Atli lofar því hlustendur muni gapa af undrun.

Fréttaritari Síðdegisútvarpssins í Kaupmannahöfn þessu sinni er okkar eigin Guðrún Dís Emilsdóttir. Gunna er þar til taka púlsinn á stemningunni þar sem drottningin sjálf er þar með tónleika í kvöld. Við erum ekki tala um danadrottningu heldur poppdrottninguna Madonnu.

Hin árlegu nýsköpunarverðlaun Íslands 2023 voru veitt í dag og handhafi þeirra er hugbúnaðarfyrirtækið PayAnalytics. Fyrirtækið hefur þróað jafnlaunahugbúnað sem gerir launagreiðendum kleift mæla launabil, loka launabilum og halda launabilum lokuðum. Hvað felst í því? Víðir Ragnarsson, forstöðumaður viðskiptaþjónustu hjá PayAnalytics ætlar segja okkur frá.

Frumflutt

26. okt. 2023

Aðgengilegt til

25. okt. 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Valur Grettisson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,