Síðdegisútvarpið

17.nóvember

Grindvíkingurinn Sigríður María Eyþórsdóttir skrifaði harðorðan pistil sem birtist á Vísi í vikunni. Pistillinn fjallaði um tvöfaldar hörmungar Grindvíkinga og skrifar Sigríður um falsörlætis tilboð bankanna um frysta húsnæðislán Grindvíkinga sem hún segir gagnsæa blekkingu til nýta sér hörmungar sem dynja yfir heilt sveitarfélag. Sigríður María kemur til okkar í Síðdegisútvarpið á eftir.

Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastýra #Carbfix er komin á lista TIME yfir 100 áhrifamestu viðskiptaleiðtoga á sviði loftslagsmála!

Tímaritið TIMEbirti í fyrsta sinn birt lista yfir 100 áhrifamestu viðskiptaleiðtoga heims á sviði loftslagsmála og þeirra á meðal er Edda.

Yfir helmingur allra VR félaga hefur orðið fyrir áreitni eða ofbeldi í starfi á ferlinum, eða 54%. Hlutfallið er hærra hjá erlendu félagsfólki eða 60% og hæst meðal kvenna á aldrinum 25 til 34 ára, eða 67%. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem VR lét framkvæma meðal 30.000 félaga í september 2023. Við ætlum ræða þessar sláandi niðurstöður við Ragnar Þór Ingólfsson formann VR á eftir.

Jólin hefjast í Hafnarfirði í dag og við ætlum hringja í fjörðinn og heyra í Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra.

Akureyrarbær og Bergið Headspace hafa gert með sér samstarfssamning sem felur í sér aukna þjónustu við ungt fólk sem þarf stuðning og ráðgjöf, þróun á geðheilbrigðisþjónustu við ungt fólk, þjónustu sem byggir á snemmtækri íhlutun. Ríkur vilji er til taka höndum saman og mæta óskum ungs fólks á svæðinu um þjónustu á svæðinu. Við heyrum í Sigurþóru Bergsdóttur stofnanda Bergsins.

Velferðarráð samþykkti í gær ganga til samstarfs við Samhjálp, svo hægt verði lengja opnunartíma kaffistofu Samhjálpar, fyrir þá gesti sem nýta neyðarskýli og hafa miklar og flóknar þjónustuþarfir. Edda Jónsdóttir framkvæmdastjóri Samhjálpar er á línunni.

Frumflutt

17. nóv. 2023

Aðgengilegt til

16. nóv. 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Valur Grettisson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,