Síðdegisútvarpið

6.september

Nýr samningur Læknafélags Reykjavíkur og Sjúkratrygginga Íslands tók gildi þann 1.september síðastliðinn. Þessi samningur er mikilvægt réttindamál fyrir sjúklingana sem núna aukna greiðsluþáttöku í heimsóknum til sérgreinalækna á stofum. En hvað þýðir þetta á mannamáli og hvernig virkar kerfið núna. Ragnar Freyr Ingvarsson gigtarlæknir kemur til okkar á eftir og fræðir okkur um það.

Í Háaleitishverfi í Reykjavík hafa staðið yfir endurnýjanir á stofnlögnum hjá Veitum og einhverjir íbúar hafa átt í vandræðum með þrýsting á kalda vatninu heima hjá sér. Veitur segja eðlilegar skýringar á þessum vandræðum en hverjar eru þær ? Við ætlum setja okkur í sanbamd við Jón Trausta Kárason for­stöðumann vatns- og frá­veitu hjá Veit­um og spyrja hann út í þetta.

Í dag rákum við augun í dálítið á feisbúkk sem vakti athygli okkar en þar varpaði Hjálparstarf kirkjunnar fram spurningunni: Veist þú hvað tómstundastarf barna og ungmenna kostar? Þetta vakti okkur hér í Síðdegisútvarpinu til umhugsunar en staðreyndin er tómstundastarf barna og ungmenna getur verið mjög kostnaðarsamt og því nokkuð ljóst ekki hafi öll börn tækifæri á því stunda slíkt reglubundið. Við ætlum til okkar hana Vilborgu Oddsdóttur félagsráðgjafa hjá Hjálparstofnun kirkjunnar til ræða þessi mál við okkur á eftir.

Félagsskapurinn Ungar athafnakonur er vettvangur fyrir konur til fræðast og efla hver aðra. Tilgangur er líka efla tengslanetið stuðla jafnrétti, hugarfarsbreytingu og framþróun í samfélaginu. Á morgun verður boðið upp á fyrsta viðburð vetrarins en yfirskrift hans er Hugrekki til hafa áhrif. Við ætlum heyra meira um þennan félagsskap í þættinum þær koma til okkar þær Aðalheiður Júlírós Óskarsdóttir, samskiptastjóri UAK, og Ólöf Kristrún Pétursdóttir Blöndal, viðskiptastjóri UAK

Það vantar fleiri vinnandi hendur í Snæfellsbæ þar sem er mikill uppgangur og margt gerast og þá sérstaklega í ferðaþjónustu. Við heyrum í Kristni Jónassyni bæjarstjóra Snæfellsbæjar á eftir og spyrjum út í öll þessi lausu störf og fáum forvitnast um það helsta sem er í gangi í sveitarfélaginu.

Afstaða, félag fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun sendi frá sér yfirlýsingu í gær vegna aðgerða Lögreglustjórans í Reykjavík í Breiðholti.

Þar fordæmir Afstaða aðgerðir lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem naut aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra en þar kemur fram handteknu fólki hafi ekki verið leyft klæða sig í áður en það var fært út úr húsi. Slíkt ekkert annað en tilraun til n

Frumflutt

6. sept. 2023

Aðgengilegt til

5. sept. 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Valur Grettisson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,