Síðdegisútvarpið

18.október

Vísindanefnd um loftslagsbreytingar birti í morgun fjórðu skýrslu sína um loftslagbreytingar á Íslandi og var hún kynnt á fjölmennum fundi í Grósku. Í skýrslunni kemur fram til tryggja áskoranir vegna loftslagsbreytinga verði ekki meiri en við er ráðið, þurfi umbyltingu í lífsháttum og umgengni við náttúruna. Þar kemur m.a. fram loftslagsbreytingar hafi þegar átt þátt í gera innfluttum skordýrategundum kleift fótfestu á landinu, og leitt til breytinga á útbreiðslu innlendra tegunda. Gígja Gunnarsdóttir er einn höfunda skýrslunnar og hún er auk þess verkefnastjóri á lýðheilsusviði hjá embætti landlæknis. Hún kemur til okkar og segir okkur betur frá innihaldi skýrslunnar með áherslu á lýðheilsu fólks.

Við ætlum líka heyra af nýrri kynslóð viðskiptagreindar sem gerir fyrirtækjum auðveldara með nýta sér fjölmörg form gervigreindar til bæta sölu, rekstur og þjónustu. Spurningar eins og af hverju selst lýsi t.d. óvænt upp á ákveðnum dögum úti á landi? eða eykst pylsusala þegar rignir? Þeim verður hægt svara með betri og nákvæmari hætti en er með því nýta tæknina. Stefán Baxter er framkvæmdastjóri Snjallgagna hann kemur til okkar og segir okkur betur frá.

Ólafía Guðmundsdóttir er með fjárbúskap á Siglufirði ásamt manni sínum Halla Bó. Hún mun segja okkur frá einstöku ævintýri rollunnar Snjólaugar sem er fjögurra vetra vetra gömul. Sagan er ótrúleg en sönn.

Veðurviðvaranir eru í kortunum á landinu öllu og er búið við ansi snörpum vindkviðum er líður á kvöldið. Við heyrum í Sigurði Jónssyni veðurfræðingi á eftir.

Hvað gerist þegar tvær mjög ólíkar kynslóðir eru sameinaðar, flytja inn saman og þurfa lifa lífinu í sameiningu? Svarið leynist í sjónvarpsþáttunum Sambúðin sem hefja göngu sína á Söð 2 í kvöld. Lilja Katrín Gunnarsdóttir umsjónakona þáttanna segir okkur nánar frá þessu á eftir.

Okkar maður í Brussel er Björn Malmquist. Hann mun segja okkur frá viðbrögðum borgarinnar við hryðjuverkaárás sem átti sér þar stað fyrr í vikunni. Einnig munum við heyra af ferðalagi hans til Bastogne í suðurhluta Belgíu.

Frumflutt

18. okt. 2023

Aðgengilegt til

17. okt. 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Valur Grettisson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,