Síðdegisútvarpið

30.október

Fréttir af karlmanni á áttræðisaldri, sem flytja átti með sjúkraflugi frá Vopnafirði til Reykjavíkur en fékk ekki fara í flugið því hann var sagður of þungur hafa vakið spurningar varðandi öryggi og aðgengi fólks á landsbyggðinni viðeigandi heilbrigðisþjónustu. Leyfileg hámarksþyngd sjúklinga í sjúkraflugi væri 135 kíló en maðurinn er í kringum 150 kíló. Þegar hann komst loks undir læknishendur á Landsspítala höfðu liðið 10 klukkustundir frá því hann hneig niður á heimili sínu. Forsvarsmaður Mýflugs sem annast sjúkraflug hér á landi segir þetta ekki einsdæmi. Bjarkey Olsen formaður Velferðarnefndar og þingmaður VG í norðausturkjördæmi ræðir við okkur. Íbúar Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps samþykktu fyrir helgina sameiningu sveitarfélaganna með afgerandi meirihluta. Í vor verða svo sveitarstjórnarkosningar í nýju sameinuðu sveitarfélagi þar sem sveitarstjórn verður kosin. Þá telst nýtt sveitarfélag vera stofnað. Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarstjóri í Vesturbyggð segir okkur frá næstu skrefum. Sem kunnugt er sat Ísland hjá í atkvæðagreiðslu á neyðarfundi Sameinuðu þjóðanna á föstudag um vopnahlé Ísraela og Hamas.120 ríki greiddu atkvæði með ályktuninni, 14 gegn henni og 45 sátu hjá. Hvað var það sem tekist var á um á þessum neyðarfundi Sameinuðu þjóðanna, hvaða þýðingu hefur ályktunin og þarf utanríkisráðherra samráð áður en slík ákvörðun er tekin á alþjóðavettvangi. Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur verður á línunni hjá okkur á eftir.

Iceland Airwaves hátíðin hefst á miðvikudaginn þar sem rjómi íslenskrar tónlistarflóru kemur fram auk fjölda erlends tónlistarfólks. Samhliða hátíðinni verður haldinn vinnudagur undir yfirskriftinni Innovation Waves þar sem ætlunin er kynna, ræða og dýpka áfram ólík verkefni sem unnin eru af einstaklingum sem starfa í umgjörð tónlistar á Íslandi. Hrefna Helgadóttir verkefnastjóri hjá Útflutningsstofu íslenskrar tónlistar veit allt um vinnudaginn og kemur til okkar. Sveitarfélagið Skagafjörður hefur auglýst eftir umsjónarmanni með eyjunni Málmey sem er stærsta eyja Skagafjarðar. Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri í Skagafirði verður á línunni hjá okkur og við spyrjum hann út í hvað felist í starfinu. Allt bendir til kvikusöfnunar á Reykjanesskaga og hingað er komin Kristín Jónsdóttir jarðskjálftafræðingur til segja okkur frá stöðunni.

Frumflutt

30. okt. 2023

Aðgengilegt til

29. okt. 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þættir

,