Síðdegisútvarpið

25.sept

Í dag var tilkynnt um nýtt fangelsi verði byggt í stað Litla-Hrauns og fái auk þess nýtt nafn. Á blaðamannafundi í morgun kom fram hjá fangelsismálastjóra löngu tímabært væri loka ?ömurlegri? aðstöðu á Litla-Hrauni. Myndlistamaðurinn Tolli Morthens hefur um langa hríð barist fyrir málefnum fanga og m.a. leitt uppbyggingarstarf á meðal fanga á Íslandi.

Hann kom til okkar í þáttinn þegar batahús var opnað og við ætlum ræða við Tolla í dag um það hvernig gengur í batahúsi, heyra af bataakademíunni og ræða við hann um þau tíðindi Hraunið líða undir lok í sinni upprunalegu mynd.

Veitingahúsið Gullhamrar er löngu orðið eitt vinsælasta hús landsins þegar kemur árshátíðum, brúðkaupum, stórafmælum og jólahlaðborðum. En í dag voru Gullhamrar í fyrsta sinn notað sem dómshús. Gripið var til þess ráðs vegna umfangs Bankastrætis Club málsins svokallaða, þar eru sakborningarnir 25 talsins. Anna Lilja Þórisdóttir fréttakona var í Gullhömrum fyrr í dag, hún er væntanleg til okkar.

Sigríður Sigurðardóttir er sannkölluð ofurkona en fyrir nokkrum dögum kláraði hún sinn fjórða heila IRONMAN í Cervia á Italíu. Þar þurfti hún synda 3,8 km í sjó, hjóla 180 km í hressilegum hliðarvindi og hlaupa síðan maraþon 42,2 km. En hvað rekur Sigríði eða Siggu eins og hún er kjarnan kölluð út í slík ævintýri við fáum vita allt um það í þættinum í dag.

Hrist hefur verið rækilega upp í sjónvarpsþættinum Silfrinu sem frá og með kvöldinu í kvöld verður einnig útvarpsþáttur. Silfrið verður nefnilega sent út í beinni á RÚV og Rás 2 og það klukkan 22:15 á mánudagskvöldum. Silfrið hefur einnig fengið hluta til nýja umsjónarmenn, en þau eru Sigríður Hagalín Björnsdóttir, Valgeir Örn Ragnarsson og Bergsteinn Sigurðsson. Bergsteinn segir okkur nánar frá breytingum á Silfrinu á eftir.

Rann­sókna­set­ur versl­un­ar­inn­ar hef­ur sett í loftið mæla­borð þar sem stjórn­end­ur fyr­ir­tækja geta fylgst með straum­um og stefn­um í versl­un og þjón­ustu. Lausn­in ber nafnið Velt­an, en mæla­borðið fylg­ist með korta­veltu Íslend­inga og einnig er fylgst með þróun ferðamanna hér á landi, í hvað þeir eyða, hvaða þjóðir eyða mest og þá er fylgst náið með net­versl­un hérna heima og hversu miklu við eyðum í net­versl­un er­lend­is. Magnús Sigurbjörnsson er forstöðumaður Rannsóknaseturs verlsunarinnar hann kemur til okkar og segir okkur betur frá.

Þrjár fyrstu skóflustungurnar voru teknar í morgun í Móahverfi, vestan Borgarbrautar nyrst á Akureyri. Einn þeirra sem munduðu skófluna var Heimir Örn Árnason, formaður bæjarráðs.

Frumflutt

25. sept. 2023

Aðgengilegt til

24. sept. 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Valur Grettisson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,