Síðdegisútvarpið

30.ágúst

17. September er alþjóðlegur dagur öryggis sjúklinga en þá verður haldin ráðstefnan - Mennska er máttur, líka í heilbrigðiskerfinu. Hlédís Sveinsdóttir fjölmiðlakona ætlar segja okkur af ráðstefnunni sem hún ásamt Jóni Ívari Einarssyni lækni og fleiri aðilum standa að, en þar á reyna opna umræðuna um erfið atvik inn á heilbrigðisstofnum og hvernig hægt á sem bestan hátt læra af mistökunum og viðurkenna þau.

Í Bláfjöllum standa yfir miklar endurbætur bæði á skíðalyftum, landslagi, lýsingu og verið er setja upp snjóframleiðslukerfi. Einar Bjarnason er rekstarstjóri í Bláfjöllum við hringjum í hann.

Netárásir á fyrirtæki og stofnanir eru æ oftar í fréttum og í vikunni var ráðist á kerfi Brimborgar. En hvernig gengur endurheimta gögn og hvað hefur komið út úr rannsókninni ? Eg­ill Jó­hanns­son er for­stjóri Brim­borg­ar við hringjum í hann.

Leikhópurinn Lotta er búinn vera á ferðinni í allt sumar en hópurinn hefur auk þess fengið aðstöðu í nýendurgerðum Elliðaárdal. Anna Bergljót Thorarensen kemur til okkar og segir okkur frá sumrinu en síðasta sýningin á Gilitrutt er einmitt í dag.

Hljómsveitin Maus ætlar fagnar 30 ára afmæli á árinu og mun halda afmælisveislu með stórtónleikum í október. Við í síðdegisútvarpinu erum svo heppin söngvara og textahöfund Maus hann Birgir Örn Steinarsson til okkar ásamt trommaranum, Daníel Þorsteinsson til ræða stóráfangann.

En við byrjum á Ljósanótt hátíðinni sem haldin er í Reykjanesbæ um helgina í símanum er Guðlaug María Lewis sem heldur utan um hátíðina

Frumflutt

30. ágúst 2023

Aðgengilegt til

29. ágúst 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Valur Grettisson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,