Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið 21. desember

Landsvirkjun hefur tilkynnt stórnotendum á suðvesturhluta landsins, Elkem, Norðuráli og Rio Tinto og fjarvarmaveitum skerða þurfi orku til starfsemi þeirra. Þessir notendur hafa ekki sætt skerðingum fyrr á þessum vetri. Desember var verulega þurr mánuður syðra og lónstaða Þórisvatns með versta móti. Valur Ægisson er forstöðumaður viðskiptastýringar hjá Landsvirkjun hann kemur til okkar á eftir og útskýrir þetta betur fyrir okkur.

Jólin eru vissulega hátíð ljóss og friðar en þau eru einnig hátíð ýmissa ilma. Það eru piparkökurnar, hangikjötið, mandarínur, ristaðar möndlur og í sumum eldhúsum er ilmurinn ekkert sérlega lokkandi þegar nær dregur þorláksmessu. Ein af þekktari skötuveislum á landinu er hjá honum Jóa á Múlakaffi og við heyrum frá honum hvernig gengur.

þegar hátíð ber garði þá erum við eflaust mörg með hnút í maga yfir þeim stóru atburðum sem gerast úti í heimi og hér heima. Stríð og hamfarir, manngert böl annars vegar og hamfarir náttúruaflanna. Við ætlum ræða aðeins hvernig okkur líður við séra Bjarna Karlsson en hann var einnig gefa út bókina Bati frá tilgangsleysi sem fjallar einmitt um þá hugsun um það sem skiptir máli í dag, taka ábyrgð gagnvart umhverfi og mennsku.

Margar jólahefðir okkar Islendinga eru fengnar beint frá frændum okkar Dönum og aðventuferðir til Kaupmannahafnar eru geysi vinsælar hjá landanum. En hvernig er aðventan í Danmörku þetta árið og hvernig gengur í undirbúningi jólanna þar í landi? Halla Benediktsdóttir er umsjónarmaður Jónshúss í Kaupmannahöfn við heyrum í henni i þættinum.

Það er ávallt mikið um viðburði í Tehúsinu á Egilsstöðum og engin breyting á núna fyrir jólahátíðina. Jólapakk ætlar telja í uppáhaldsjólalögin annað kvöld, þar sem aðgangseyrir er frjáls og allur fer hann óskiptur í Jólasjóð Rauða Krossins. Við hringjum í Halldór Wáren vert á Tehúsinu og spyrjum um jólastemninguna við fljót.

Unnið hefur verið því hörðum höndum gera við grunninnviði í Grindavík undanfarnar vikur. Eftir áramót ættu þeir vera tilbúnir til taka á móti íbúum, en það þarf margt annað komast í lag áður en aðstæður verða eðlilegar þar. Í millitíðinni berast þau tíðinda goslok séu yfirvofandi og búið er opna fyrir umsóknir Grindvíkinga um leiguíbúðir hjá Leigufélaginu Bríeti. Umsóknarfrestur er til klukkan tíu í fyrramálið og er stefnt því afhenda flestar íbúðirnar samdægurs. við heyrum í Fannari Jónassyni, bæjarstjóra í Grindavík.

Það eru Halldórsbörnin, Hrafnhildur og Kristján Freyr sem stýra þætti dagsins.

Frumflutt

21. des. 2023

Aðgengilegt til

20. des. 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þættir

,