Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið 29. desember.

Um sérhver áramót hafa svo óheppilega orðið slys og óhöpp hjá okkur sem kjósum handleika flugelda og ýmis önnur veisluföng en förum ekki nægilega gætilega. Góð vísa er aldrei of oft kveðin og við ætlum þá Hjalta Björnsson bráðalækni og Jóhann Ragnar Guðmundsson augnlækni til okkar og fara yfir það helsta sem við ættum forðast fyrir næstu daga.

Við erum mörg sem þekkjum jólastressið og almennt aukið álag á þessa síðustu daga ársins. Einn er hópur sem er undir miklu álagi undir áramótin og það eru höfundar og leikstjórar eins vinsælasta sjónvarpsefnis hvers árs, Áramótaskaupsins. Við fáum leikstjóra Skaupsins í ár í heimsókn, þá Fannar Sveinsson og Benedikt Valsson, og sjáum hvort þeir séu enn á nálum.

Um áramót hafa iðulega orðið slys og óhöpp vegna ofsahræðslu dýra við flugelda og hávaðann frá þeim. Ábyrgð þeirra sem skjóta upp flugeldum er mikil, valda ekki nálægum dýrum ótta og angist og dýraeigendur þurfa gæta þess dýrin fari ekki sjálfum sér eða öðrum voða. Ótti við skyndileg hávær hljóð háir fjölda gæludýra og ekki síður hrossa. Flest dýr verða vör um sig við þann hávaða og ljósagang sem flugeldum fylgja en sum verða ofsahrædd. Við ætlum heyra í Theodóru Róbertsdóttur dýrahjúkrunarfræðingi á eftir og hjá henni góð ráð.

Við ætlum á eftir eins og svo oft áður þegar mikið stendur til slá á þráðinn til okkar frábæru Tobbu Marínós og spyrja hana hvað hún ætlar hafa í matinn á gamlárs og spyrja hana hvað við getum gert til hafa veisluborðið á gamlárs sem huggulegast.

Opununartími sundlauga Reykavíkur er skertur yfir hátíðarnar og hafa fastagestir Vesturbæjarlaugar mótmælt því harðlega sundlaugar borgarinnar skuli standa meira og minna lokaðar á hátíðisdögum þetta árið. Þetta hafi orðið til þess mikið margmenni hafi skellt sér í sund á annann í jólum og því vart verandi í lauginni. hafa borist fréttir af því fyrirhugað stytta opnunartímatíma allra sundlauga í Reykjavík frá og með 1. apríl næstkomandi í hagræðingarskyni. Margir hafa látið í ljós óánægju sína vegna þessa máls og gengur undirskriftalisti á milli til mótmæla þessum áformum borgarinnar. Einn þeirra sem er ósáttur er Ólafur Egilsson leikstjóri og hann ætlar setjst niður hjá okkur hér eftir smá stund.

Það eru þau Guðrún Dís og Kristján Freyr sem sitja við stýrið.

Frumflutt

29. des. 2023

Aðgengilegt til

28. des. 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þættir

,