Síðdegisútvarpið

Nýting á íslenskum auðlindum, Emilíana Torrini og prófessor Pálmi

Þingmaður Pírata, Andrés Ingi Jónasson hefur áhyggjur af því lagarammi og stjórnsýsla séu ekki nægilega sterk, til tryggja hagsmuni almennings og afkomenda af því missa ekki auðlindir landsins og gott landbúnaðarland varanlega undir spákaupmennsku auðmanna. Ýmis teikn eru á lofti um fyrirtæki ásælist auðlindir, svo sem vatn og heilu svæðin eins og Mýrdalssand til nýtingar á jarðvegi.

Íslenska söngkonan og lagahöfundurinn Emiliana Torrini og vinkona hennar, Zoe, voru sigta í gegnum bréf nýlátinnar móður Zoe, Geraldine Flower, þegar þær komust óvænt yfir æsispennandi og óvenjulegt leynilíf hennar. Þær veltu því fyrir sér hvort hægt væri vekja þessa merku konu til lífsins á einhvern hátt? Og hvað ef Emilíana og Simon Byrt (samstarfsmaður Emiliönu til langs tíma og eiginmaður Zoe) gætu gert þetta í formi þess semja lög við sögurnar? Emilíana Torrini kemur til okkar og ræðir um sköpunina.

Nýtt útibú bakarísins Bake My day verður opnað í Kaupmannahöfn á næstu dögum. Ynja Mist Ara­dótt­ir er eigandi en vöxtur og velgengni baka­rísins sem opnaði fyrir nokkrum árum hefur verið ævintýri líkast og nánast fullt út úr dyr­um allan dag. Við heyrum í Ynju og spyrjum hana út í velgengnina.

Pálmi Jónsson prófessor emeritus í öldrunarlækningum og ráðgjafi Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðis í öldrunarlækningum hefur skrifað nokkrar greinar í Morgunblaðið undanfarnar vikur sem allar fjalla um ástandið í heilbrigðismálum þjóðarinnar, eins og læknaskor, skort á hjúkrunarrýmum ofl. og bendir Pálmi á hugmyndir ýmsum lausnum við þeim vanda sem við blasir. Við fáum Pálma til okkar á eftir og heyrum af því allra helsta sem hann telur betur mætti fara þegar kemur forgangsröðun í heilbrigðiskerfinu.

Sigurður Helgi Pálmason er annar umsjónarmanna þáttanna Fyrir alla muni og hann kemur til okkar því á sunnudaginn verður skoðað hvort finna megi haug í botni Böðvarsdals í Vopnafirði. Sagan segir því fylgi bölvun eiga við hólinn. Getur verið sagan sönn? Sigurður segir okkur allt um þetta spennandi mál og síðan hringjum við til Kóngsins Köben en þar býr ung kona sem heitir

Frumflutt

22. mars 2024

Aðgengilegt til

22. mars 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þættir

,