Síðdegisútvarpið

11.október

Þúsundir hafa látið lífið í stríðinu sem braust út í Ísrael og Palestínu á laugardag og mörg þúsund hafa særst. Ísraelski herinn hefur safnað herliði við landamörkin Gasaströndinni í dag. Ólöf Ragnarsdóttir fréttamaður kemur til okkar á eftir og segir okkur betur frá gangi mála við botn miðjarðarhafs.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður miðflokksins verður á línunni hjá okkur á eftir. Við ætlum spyrja hann út í nýjustu vendingar í innanlandspólitíkinni en eins og alþjóð veit þá sagði Bjarni Benediktsson af sér sem fjármála- og efnahagsráðherra í gærmorgun.

Elín Ebba Ásmundsdóttir, varaformaður Geðhjálpar mætir til okkar á eftir til segja frá vitundarvakningu um geðheilbrigðismál sem stendur yfir í október. Markmið átaksins er skapa vettvang fyrir fólk til segja sína skoðun á hvað það telur mikilvægast til bæta geðheilsu og geðheilbrigðismál á Íslandi.

Ráðstefna Almannavarna verður haldin hér í Reykjavík næstkomandi þriðjudag en þar verður leitast við svara spurningunni hvers vegna erum við öll almannavarnir ? Almannavarnir sem stofnaðar voru árið 1963 eru sextíu ára á þessu ári og verður ráðstefnan fyrir öll sem hafa áhuga á almannavörnum og þau sem starfa hjá ráðuneytum, stofnunum, sveitarfélögum og mikilvægum innviðum. Víðir Reynisson sviðsstjóri Almannavarna kemur til okkar á eftir

Húnaþing vestra auglýsir eftir aðilum til stunda vetrarveiðar á ref í vetur. Sigríður Ólafsdóttir, formaður landbúnaðarráðs verður á línunni hjá okkur á eftir, en hún er manna fróðust þegar það kemur ref og refaskyttum.

Valdimar Guðmundsson tónlistarmaður mun taka lagið í þættinum ásamt Ásgeiri Aðalsteins. Það er nóg um vera hjá Valdimar þessa dagana en hann er á fullu með tríói sínu LÓN auk þess sem hann er undirbúa jólatónleika.

En eins og alltaf þá byrjum við í Brussel en þar í borg fór Björn Malmquist á stúfana og tók Rósu Rut Þórisdóttur skólastjóra íslenskuskólans í Brussel tali.

Tónlist frá útsendingarlogg 2023-10-11

Retro Stefson - Glow.

Julian Civilian - Fyrirmyndarborgari.

JALEN NGONDA - Come Around and Love Me.

Una Torfadóttir - En.

Helgi Björnsson - Kókos og engifer.

JÚNÍUS MEYVANT - Color Decay.

JÓNFRÍ - Andalúsía.

Steed Lord - Curtain Call.

PÉTUR BEN - Kings of the Underpass.

SAM SMITH - I'm Not Here To Make Friends.

Daði Freyr Pétursson - Limit To Love.

KK - Hafðu engar áhyggjur.

Frumflutt

11. okt. 2023

Aðgengilegt til

10. okt. 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Valur Grettisson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,