Síðdegisútvarpið

28.sept

Getur gervigreindin unnið sama starf og þýðendur hafa hingað til gert? Nýlega var sagt frá því Storytel hefði beðið íslenskan þýanda fara yfir texta sem gerveigreindin hafði gert fyrir fyrirtækið og skemmst er frá því segja umræddur þýðandi sagði nei við starfinu. En hvert stefnir í þessum efnum, hver er staða þýðanda gagnvart þessari nýjung sem gervigreindin er, hvað er þetta stór hópur á íslandi sem starfar og fæst við þýðingar og hverjar eru helstu áskoranirnar í þeirra hópi. Guðrún C.Emilsdóttir er formaður bandalags þýðanda og túlka og hún kemur til okkar í þáttinn.

Við ætlum líka heyra í þeim fyrir norðan því réttað verður í Laufskálarétt á laugardaginn og því loknu verður réttarball í reiðhöllinni Svaðastöðum.Þetta er með vinsælli viðburðum í sveitinni og þótt víðar væri leitað. Okkar maður á króknum Viggó Jónsson segir okkur allt um þetta.

Samfélagsgæska verður til umfjöllunar í Hannesarholti í kvöld. Þar verður boðið upp á kvöldstund með Dr. Ólafi Þór Ævarssyni geðlækni, þar sem hann mun ræða um nýtt hugtak sem útleggst á íslensku sem Samfélagsgæska, Social Kindness á ensku. Ólafur kemur til okkar á eftir og segir okkur allt um það hverstu miklu máli það skiptir okkur vera góð við hvert annað.

Talandi um samfélagið, því Atli Fannar Bjarkason samfélagsmiðlarínir Síðdegisútvarpssins mætir með sinn vikulega pistil, MEME vikunnar.

Rokksveitin Nykur sendi nýverið frá sér glænýja breiðskífu er nefnist Nykur III. Sveitina skipa meðlimir Sálarinnar, Daysleeper, Utangarðsmanna, Dos Pilas og fleiri eðal sveita. Af því tilefni mun sveitin blása til veglegra útgáfutónleika í Bæjarbíói, Hafnarfirði næstkomandi laugardagskvöld. Hljómsveitin er væntanleg í þáttinn og mun taka forskot á sælunna með okkur og hlustendum.

En við byrjum á sannri hryllingssögu frá Eskifirði. Við sögu kemur regnhlíf, blautþurka, mannaskítur, Subaru Justy og framkvæmdarstjórinn Valbjörn Júlíus Þorláksson sem er á línunni.

Frumflutt

28. sept. 2023

Aðgengilegt til

27. sept. 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Valur Grettisson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,