Síðdegisútvarpið

20.september

Mikil uppbygging stendur yfir í leikskólamálum borgarinnar sem mun skila sér í nær helmings fjölgun leikskólaplássa á næstu tíu árum. Á síðasta ári voru 600 pláss tekin í notkun Svona hljóma upphafsorð greinar á Vísi sem Skúli Helgason borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður stýrihóps um leikskólauppbygginguna sem kallast Brúum bilið. En hvað þýða þessi orð miðað við þær fréttir sem borist hafa af leikskólamálum í borginni síðast um miðjan ágúst þegar sögð voru dæmi þess börn á þriðja ári komist ekki í sumum hverfum. Skúli kemur til okkar á eftir og segir okkur frá þessum fyrirhugaða viðsnúningi í leikskólamálum í borginni og hvernig framtíðarspáin komi til með hjálpa þeim fjölskyldum sem eru í vanda þegar.

Alþjóðlegi Alzheimerdagurinn er á morgun 21.september og af því tilefni verður haldin stór ráðstefna í Hofi á Akureyri. Á ráðstefnunni verða mörg áhugaverð og fræðandi erindi og munu meðal annars taka til máls öldrunarlæknir, hjúkrunarfræðingur, iðjuþjálfi og aðstandendur alzheimersjúklinga. Við ætlum beina sjónum okkar sjúkdómnum í þætti dagsins og til okkar Sigurbjörgu Hannesdóttur fræðslustjóra Alzheimersamtakanna og Emil Emilsson aðstandenda, en eiginkona Emils glímir við sjúkdóminn.

Nýsköpunarfyrirtækið Alor ehf. var stofnað árið 2020 í því skyni þróa, framleiða og markaðssetja umhverfisvænar álrafhlöður og -orkugeymslur.

Nýlega hlaut fyrirtælið verðlaun frá Global Women Inventors & Innovators Network sem nýtast á í tveggja ára rannsóknarverkefni í samstarfi við Háskóla Íslands, sem snýr því gefa notuðum rafbílarafhlöðum framhaldslíf sem blendingskerfi til draga úr olíunotkun í rafmagnsframleiðslu. Linda Fanney Valgeirsdóttir er framkvæmdastjóri alor ehf. Hún kemur til okkar á eftir og segir frá.

Herði Ágústssyni kattareiganda var tjáð það á dögunum mögulega væri kötturinn hans Snúður með krabbamein. En betur fór en áhorfist þegar í ljós kom magi Snúðs var fullur af hárteygjum. Hörður verður á línunni hjá okkur á eftir en hann er staddur í Víkinni í óðaönn undirbúa stórleik kvöldsins þar sem Víkingur og KR eigast við og með sigri í kvöld geta Víkingar tryggt sér Íslandsmeistara titilinn í knattspyrnu.

Kanaríhópurinn er fara á svið í Tjarnarbíó með glænýja sketsa sýningu og við ætlum forvitnast aðeins um málið og til okkar Eygló Hilmarsdóttur og Pálma Frey Hauksson í Síðdegisútvarpið á eftir.

En við byjum á okkar manni í Brussel, það er hann Björn Malmquist fréttamaður

Frumflutt

20. sept. 2023

Aðgengilegt til

19. sept. 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Valur Grettisson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,