Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið 7. desember

Áfangaheimilið Brú er finna á Höfðabakka í Reykjavík en þar eru einstaklingsíbúðir fyrir öll kyn sem hafa lokið langtímameðferð á meðferðarheimilinu Hlaðgerðarkoti og leggja kapp á byggja brú inn í framtíð án vímuefna, einn dag í einu. Í sumar var tilkynnt til stæði loka áfangaheimilinu eftir Félagsbústaðir sem eru alfarið í eigu Reykjavíkurborgar sögðu upp leigusamningi við Samhjálp og er komið þeim tímapunkti. Edda Jónsdóttir er framkvæmdastjóri Samhjálpar og hún segir okkur hvert framhaldið er.

eru eflaust fjölmörg heimili landsmanna komast í jólabúninginn, gardínur mögulega komnar upp, smákökuilmur í eldhúsinu og jóladúkarnir á strauborðinu. Það er alla vega allt verða tilbúið í híbýlum Hússtjórnarskólans við Sólvallagötu í Reykjavík þar sem nemendur taka á móti gestum í opnu húsi á laugardaginn. Þar verður hægt líta á handverkssýningu nemenda ásamt því gæða sér á kaffihlaðborði með heitu súkkulaði og öllu tilheyrandi sem nemendur standa fyrir. Skólameistarinn Marta María kíkir til okkar í heimsókn og segir okkur frá aðventunni í Hússtjórnarskólanum.

Er almenningur hættur treysta stjórnvöldum og stjórnmálafólki? Er fólk orðið meira tortryggið í garð stjórnvalda - eða ríkir kannski fullkomið vantraust í þeirra garð? Þetta eru meðal þeirra spurninga sem verða á vörum þátttakenda í hádegisfundi Félags stjórnmálafræðinga og Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála um traust fólks til stjórnvalda á morgun. Viktor Orri Valgarðsson, nýdoktor í stjórnmálafræði við Háskólann í Southampton, mun spyrja sig þessu í erindi sínu á fundinum og hann segir okkur betur frá fundinum hér rétt á eftir.

Í Morgunblaðinu í dag birtist grein eftir formann verkfræðingafélags Íslands Svönu Helen Björnsdóttur en þar kemur fram það mikið áhyggjuefni meðal verkfræðinga og tæknifræðinga hve stjórnmálamenn hafa lítinn skilning á mikilvægi djúprar fagþekkingar, tæknilegra rannsókna og hagnýts rannsóknarsamtarfs innlendra og erlendra aðila þegar kemur byggingarrannsóknum á Íslandi. Árni B. Björnsson er framkvæmdastjóri Verkfræðingafélagsins, hann upplýsir okkur um stöðu mála.

Á aðventu 2023 mun Einar Skúlason ganga gömlu póstleiðina frá Seyðisfirði til Akureyrar með jólakort og jólakveðjur til fólks og fyrirtækja á Akureyri í farteskinu til styrktar Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis. Við heyrum í Einari í lok þáttar.

Og við byrjum á glugga út í heim en hingað er kominn Oddur Þórðarson fréttamaður af fréttastofu RÚV.

Frumflutt

7. des. 2023

Aðgengilegt til

6. des. 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þegar fyrsta hluta úthlutunar leikskólaplássa í Reykjavík lauk föstudaginn 10. maí höfðu foreldrar rúmlega 1700 barna fengið boð og þegið vistun í borgarrekna leikskóla.

Hildur Lilja Jónsdóttir, fagstjóri leikskóla í Austurmiðstöð sem einnig er í innritunarteymi skóla- og frístundasviðs kemur til okkar á eftir og fer yfir stöðuna í þessum málaflokki með okkur.

Halla Hrund Logadóttir forsetaframbjóðandi verður síðan hjá okkur í seinni hluta þáttar á grillinu eins og við höfum kosið kalla þennan dagskrárlið. Við spyrjum Höllu spjörunum úr og freistum þess kynnast henni betur.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO telur akstur vegna farsímanotkunar einn stærsti áhættuþáttur umferðarslysa í heiminum.

Allt bendir til þess fólk sem notar síma við akstur fjórum sinnum líklegra til lenda í slysi. Þá er tuttugu og þrisvar sinnum líklegra fólk sem les og eða skrifar skilaboð meðan á akstri lendi í slysi. hefur Samgöngustofa í samvinnu við tryggingarfélagið Sjóvá ákveðið hrinda af stað herferð gegn farsímanotkun sem ber yfirskriftina "EKKI TAKA SKJÁÁHÆTTUNA" Það er hættulegt tala í síma undir stýri. Gunnar Geir Gunnarsson deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu kemur til okkar.

Íbúar í Ölfusi eru fara kjósa samhliða forsetakosninunum um hvort þeir vilji breyti á deiluskipulagi þannig mölunarverskmiðja Hedelberg geti risið í næsta nágrenni við Þorlákshöfn. Það er búið boða til íbúðarfundar í kvöld og hingað er komin Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi í minnihluta bæjarstjórnar Ölfuss.

Þættir

,