Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið 7. desember

Áfangaheimilið Brú er finna á Höfðabakka í Reykjavík en þar eru einstaklingsíbúðir fyrir öll kyn sem hafa lokið langtímameðferð á meðferðarheimilinu Hlaðgerðarkoti og leggja kapp á byggja brú inn í framtíð án vímuefna, einn dag í einu. Í sumar var tilkynnt til stæði loka áfangaheimilinu eftir Félagsbústaðir sem eru alfarið í eigu Reykjavíkurborgar sögðu upp leigusamningi við Samhjálp og er komið þeim tímapunkti. Edda Jónsdóttir er framkvæmdastjóri Samhjálpar og hún segir okkur hvert framhaldið er.

eru eflaust fjölmörg heimili landsmanna komast í jólabúninginn, gardínur mögulega komnar upp, smákökuilmur í eldhúsinu og jóladúkarnir á strauborðinu. Það er alla vega allt verða tilbúið í híbýlum Hússtjórnarskólans við Sólvallagötu í Reykjavík þar sem nemendur taka á móti gestum í opnu húsi á laugardaginn. Þar verður hægt líta á handverkssýningu nemenda ásamt því gæða sér á kaffihlaðborði með heitu súkkulaði og öllu tilheyrandi sem nemendur standa fyrir. Skólameistarinn Marta María kíkir til okkar í heimsókn og segir okkur frá aðventunni í Hússtjórnarskólanum.

Er almenningur hættur treysta stjórnvöldum og stjórnmálafólki? Er fólk orðið meira tortryggið í garð stjórnvalda - eða ríkir kannski fullkomið vantraust í þeirra garð? Þetta eru meðal þeirra spurninga sem verða á vörum þátttakenda í hádegisfundi Félags stjórnmálafræðinga og Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála um traust fólks til stjórnvalda á morgun. Viktor Orri Valgarðsson, nýdoktor í stjórnmálafræði við Háskólann í Southampton, mun spyrja sig þessu í erindi sínu á fundinum og hann segir okkur betur frá fundinum hér rétt á eftir.

Í Morgunblaðinu í dag birtist grein eftir formann verkfræðingafélags Íslands Svönu Helen Björnsdóttur en þar kemur fram það mikið áhyggjuefni meðal verkfræðinga og tæknifræðinga hve stjórnmálamenn hafa lítinn skilning á mikilvægi djúprar fagþekkingar, tæknilegra rannsókna og hagnýts rannsóknarsamtarfs innlendra og erlendra aðila þegar kemur byggingarrannsóknum á Íslandi. Árni B. Björnsson er framkvæmdastjóri Verkfræðingafélagsins, hann upplýsir okkur um stöðu mála.

Á aðventu 2023 mun Einar Skúlason ganga gömlu póstleiðina frá Seyðisfirði til Akureyrar með jólakort og jólakveðjur til fólks og fyrirtækja á Akureyri í farteskinu til styrktar Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis. Við heyrum í Einari í lok þáttar.

Og við byrjum á glugga út í heim en hingað er kominn Oddur Þórðarson fréttamaður af fréttastofu RÚV.

Frumflutt

7. des. 2023

Aðgengilegt til

6. des. 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Valur Grettisson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,