Síðdegisútvarpið

Vottar Jehóva, tónlistarskólar í borginni, sendiherrabústaður, mótmæli og EM í handbolta

Nokkur umræða hefur átt sér stað vegna áforma Bandaríkjamanna um miklar öryggisráðstafanir við húsið Sólvallagötu 14 en það mun verða framtíðarbústaður sendiherra bandaríkjanna á Íslandi. Tæplega 80 íbúar úr nágrenninu skrifuðu undir harðorð mótmæli gegn þessum breytingum og segja þær ekki falla friðsælu og þéttbýlu íbúahverfi. Í tilkynningu frá bandaríska sendiráðinu segir við alla hönnun hafi sérstaklega verið horft til þess gæta samræmis við sögulegt og fallegt umhverfi Reykjavíkur. Halla Helgadóttir framkvæmdastjóri Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs er ein þessara íbúa sem hafa mótmælt fyrirhuguðum breytingum á húsinu við Sólvallagötu 14 og hún hefur áður komið hingað og tjáð sig um þessi mál en hvar er málið statt núna og hafa mótmælin haft einhver áhrif ?

Fyrir rúmum tveimur árum síðan voru Vottar Jeóva sviptir ríksstyrk í Noregi en embætti fylkismannsins í Ósló og Viken í Noregi úrskurðaði trúfélag Votta Jehóva þar í landi skyldi svipt árlegum styrkjum sínum úr ríkissjóði vegna útskúfunar sóknarpbarna sinna fyrir mismunandi sakir og taldi embættið háttsemi stjórnenda Votta Jehóva brjóta gegn lögum um trúfélög. fer fram aðalmeðferð máls Votta Jehóva gegn norska ríkinu fyrir Hérðasdómi Óslóar þar sem trúfélagði krefst þess ríkisstyrki sína til baka. Eydís Mary Jónsdóttir fæddist inn í trúfélagið en yfirgaf það 15 ára hefur setið réttarhöldin og Atli Steinn Guðmundsson blaðamaður á Morgunblaðinu tók við hana viðtal sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Atli Steinn sem hefur fylgst vel með þessu máli og forsögu þess verður á línunni hjá okkur á eftir og gefur okkur smá innsýn inn í það.

Kjartan Eggertsson, sem rekið hefur tónlistarskóla í nær hálfa öld, segir blikur á lofti varðandi rekstur tónlistarskóla í landinu. Í viðtali í Morgunblaðinu í dag segir Kjartan „I undanfarin 20 ár hafi Reykjavíkurborg dregið smám saman úr fjárveitingum til skólanna og í fyrra hætti borgin styrkja kennslu 18 ára og eldri nemenda, Í viðtalinu minnir Kjartan á Reykjavíkurborg hýsi menninguna í þjóðfélaginu stærstum hluta. Reykjavík hafi verið uppeldisstöð fyrir alla listmenningu í landinu í áratugi en er hætta á

ferðum og það verði engin tónlistarmenning án öflugra tónlistarskóla. Kjartan kemur til okkar í dag og fer yfir þessi mál.

Ísland á fjóra leiki fram undan í milliriðli. Fyrstu mótherjar liðsins eru Þjóðverjar en leikur hefst klukkan 19:30 í kvöld í Köln. Um helgina og í næstu viku taka síðan við viðureignir við Frakka, Austurríkismenn og Króata. Íslenska liðið átti erfitt uppdráttar á þriðjudaginn síðasta og tapaði stórt gegn Ungverjum og fór því stigalaust í milliriðil. Við ætlum rýna í leik íslenska liðsins hér á eftir og til okkar handboltakempuna Patrek Jóhannesson þjálfara karlaliðs Stjörnunnar.

Og fyrir lok þáttar setjum við okkur í samband við Helgu Margréti Höskuldsdóttur okkar konu í Köln og ræðum við hana um þá spennandi viðureign sem framundan er á Evrópurmótinu í handbolta í kvöld þegar Ísland mætir Þýskalandi í milliriðli.

Ísrael verður með í Eurovision í Malmö í vor. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samtökum evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, sem birt er á vef Sænska sjónvarpsins. Fjöldi fólks mætti fyrir utan Ríkisútvarpið um klukkan hálf fjögur í dag til mótmæla þessari ákvörðun og afhenda Stefáni Eiríkssyni útvarpsstjóra undirskriftalista. Hrafnhildur fór á stúfana og ræddi við mótmælendur.

Tónlist frá útsendingarlogg 2024-01-19

GDRN - Vorið.

Ilsey - No California.

MOLOKO - Sing it back.

Íris Rós Ragnhildardóttir, Kjalar - Komandi kynslóðir.

SYSTUR - Furðuverur.

Snorri Helgason - Haustið '97.

Laufey, Beabadoobee - A Night To Remember.

Flott - Með þér líður mér vel.

Frumflutt

18. jan. 2024

Aðgengilegt til

17. jan. 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þættir

,