Síðdegisútvarpið

31. ágúst

Þórður Marelsson og Fríða Halldórsdóttir eru eigendur Fjallavina sem þau stofnuðu árið 2011. Þau hafa bæði óendanlegan áhuga á heilsueflingu á fjöllum, útivist og almennt góðum og heilsusamlegum lífsstíl. Þau koma til okkar í þáttinn og segja okkur frá.

Við ætlum líka ræða við Ólaf J. Skúlason sem er framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum. Ástandið er betra en oft áður hvað varðar mönnun hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra. En hver er ástæðan fyrir því fleira heilbrigðisstarfsfólk fæst í þessi störf við fáum vita það í þættinum í dag.

Alexander Kristjánsson fréttamaður fer með okkur út fyrir landsteinana með því færa okkur erlendann fréttapakka.

Hildur Leonardsdóttir og Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir hlutu nýverið styrk upp á 3 milljónir úr matvælasjóði til undirbúa og framleiða íslenskar eiturefnalausar húðvörur úr nautatólgi. Við heyru í Hildi á eftir sem talar við okkur frá Akureyri.

Atli Fannar Bjarkason mætir sjálfsögðu til okkar eins og alla fimmtudaga með Meme vikunnar

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra kynnti í dag nýja reglugerð um hert skilyrði fyrir hvalveiðum og strangara eftirlit með þeim. En í gær bárust fréttir þess efns ef við héldum áfram hvalveiðum þá ætti íslenskur kvikmyndainaður von á vera sniðgengin af Hollywood. Við setjum okkur í samband við Baltasar Kormák og fáum hans viðbrögð.

Frumflutt

31. ágúst 2023

Aðgengilegt til

30. ágúst 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Valur Grettisson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,