Síðdegisútvarpið

30. nóvember

Síðdegisútvarpið heilsar ykkur á fimmtudegi. Þátturinn verður í styttri kantinum í dag vegna landsleikjar í handbolta. En á eftir eigast við Slóvenía og Ísland á HM kvenna í handbolta. Leikurinn hefst klukkan 16:50 og verður honum lýst í beinni hér á Rás 2 og Gunnar Birgisson kemur til okkar á eftir til gera það auk þess sem hann mun spá í spilin með okkur fyrir leikinn.

þegar fyrsti sunnudagur í aðventu er núna um helgina þá ætlum við ræða aðeins brunavarnir í þættinum á eftir en á morgun er dagur reykskynjarans og til mín á eftir kemur Ágúst Mogensen sérfræðingur í forvörnum hjá Verði og fer yfir það helsta sem við þurfum hafa í huga.

Svo er það MEME vikunnar og eins og alltaf á fimmtudögum þá mætir hann Atli Fannar Bjarkason til okkar.

Frumflutt

30. nóv. 2023

Aðgengilegt til

29. nóv. 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Valur Grettisson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,