Síðdegisútvarpið

14.september

Í síðustu viku kom Almar í kassanum til okkar eða Almar Atlason. Hann ræddi við okkur um gjörning í tjaldi. er Almar búinn tjalda og mun hann ræða við okkur úr tjaldinu sem er búið setja upp á Listasafni Svavars Gunnarssonar á Höfn í Hornafirði.

Í byrjun mánaðar voru 658 börn, tólf mánaða eða eldri á biðlista eftir leikskólaplássi í borgareknu leiksólum Reykjavíkur og einnig bíða einhver börn eftir flutningi úr sjálfstætt starfandi leikskólum í borginni. Ein þeirra sem er ósátt við ástandið í leikskólamálum er Hildur Björnsdóttir oddviti sjálfstæðisflokksins í borginni og hún verður á línunni hjá okkur.

Og eins og alltaf á fimmtudögum þá hendum við okkur í MEME vikunnar með Atla Fannari Bjarkasyni og hann lofar íslensku umfjöllunarefni.

Á morgun verður haldin ættleiðingaráðstefna hér á landi á vegum Nordic Adoption Council eða NAC. Öll ættleiðingarfélög á norðurlöndunum standa regnhlífasamtökunum NAC ásamt tveimur foreldrafélögum ættleiddra barna. Meginþemað á ráðstefnunni í ár verður Adotption - lifelong process og er þar vísað í ættleiðing er ekki einstakur atburður sem lýkur eftir ættleiðing fer fram heldur erum lífslangt ferli einstaklings ræða. Á eftir kemur til okkar Elísabet Hrund Salvarsdóttir framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar formann NAC og spyrjum hana um stöðuna í ættleiðingamáum á norðurlöndum, nýjar áherslur og auðvitað forvitnast um ráðtefnuna sjálfa.

Heimildarmyndin Skuld verður frumsýnd í Bíó Paradís laugardaginn 16.september næstkomandi. Í myndinni er fylgst með ungu pari sem ákveður taka áhættu og setja allt sitt í kaupa trillu og gera út á handfæraveiðum. Parið, þau Rut Sigurðardóttir og Kristján Torfi Einarsson, kíkja í heimsókn til okkar í Síðdegisútvarpið á eftir

Kosning hófst á miðnætti á Hverfidmitt.is og öll sem eru fædd árið 2008 eða fyrr og eiga lögheimili í Reykjavík, óháð ríkisborgararétti, geta tekið þátt í kosningunni. Kosningin er rafræn og stendur yfir til miðnættis 28. september næstkomandi. Það er einfalt kjósa og tekur ekki nema örfáar mínútur. En út á hvað gengur hverfið mitt og hvað er verið kjósa um? Hingað er kominn Eiríkur Búi Halldórsson verkefnastjóri.

Frumflutt

14. sept. 2023

Aðgengilegt til

13. sept. 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Valur Grettisson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,