Síðdegisútvarpið

3.8. 2023

Nýlega birtist frétt á Vísi um íbúa í vesturbæ Reykjavíkur sem sagðist vera orðinn langþreytt á bjarnakló sem hefði gert sig heimakomna í garði hennar. Fjölskyldumeðlimir hefðu brennst illa á fótum við garðvinnu en slíkt hið sama hafði gerst fyrir nokkrum árum síðan. En hvaða jurt er bjarnarkló og hvers vegna brennum við okkur á henni - Guðríður Helgadóttir eða Gurrý í garðinum veit allt um það og hún segir okkur frá.

stendur yfir söfnun fyrir framleiðslu á stuttmyndinni Geltu sem fjallar um líflega, sérvitra og skemmtilega trans stelpu sem hefur þurft þola hatursfullar athugasemdir síðan hún kom út. myndinni stendur hópur sem kallar sig Ofsi sem hófu skrif og forvinnu á verkinu eftir samfélagsmiðlaumræðu sem hópnum þótti stuðandi og vildu bregðast við. Leikkonan Sigríður Láretta er handritshöfundur myndarinnar. Hún kíkir til okkar ásamt leikkonunni Örnu Magneu Danks sem er ráðgjafi verksins. Þær ætla segja okkur frá.

Eins og hlustendur verða varir við þá erum við fjalla um ýmislegt sem tengist verslunarmannahelginni. Nostalgíu 80?s ball er eitt af því sem í boði er og það er enginn annar en Kalli Örvars sem mun öskur syngja lög frá þessum tíma í Sjallanum á föstudagskvöldið. Við hringjum norður í Kalla.

Og svo verður MEME vikunnar á sínum stað Atli Fannar Bjarkason segir okkur af því helsta sem brennur á internetinu þessa dagana

Það er auðvitað nóg um vera um verslunarmannahelgina og fjörið er hafið víða um land. Kolin í grillunum eru farin hitna og tjöldin spretta upp. Víða er boðið upp á skemmtilega dagskrá og úr nægu velja fyrir ferðaglaða Íslendinga sem vilja njóta náttúru og afþreygingar. Það verður mikið um dýrðir í Kjós þar sem á laugardag og sunnudag þar sem reistur verður hoppukastali, kveiktur verður varðeldur og fólk er hvatt til fjölmenna í lopapeysu með hatt. Karen Rós er á meðal skipuleggjenda, hún er á línunni.

Frumflutt

3. ágúst 2023

Aðgengilegt til

2. ágúst 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þegar fyrsta hluta úthlutunar leikskólaplássa í Reykjavík lauk föstudaginn 10. maí höfðu foreldrar rúmlega 1700 barna fengið boð og þegið vistun í borgarrekna leikskóla.

Hildur Lilja Jónsdóttir, fagstjóri leikskóla í Austurmiðstöð sem einnig er í innritunarteymi skóla- og frístundasviðs kemur til okkar á eftir og fer yfir stöðuna í þessum málaflokki með okkur.

Halla Hrund Logadóttir forsetaframbjóðandi verður síðan hjá okkur í seinni hluta þáttar á grillinu eins og við höfum kosið kalla þennan dagskrárlið. Við spyrjum Höllu spjörunum úr og freistum þess kynnast henni betur.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO telur akstur vegna farsímanotkunar einn stærsti áhættuþáttur umferðarslysa í heiminum.

Allt bendir til þess fólk sem notar síma við akstur fjórum sinnum líklegra til lenda í slysi. Þá er tuttugu og þrisvar sinnum líklegra fólk sem les og eða skrifar skilaboð meðan á akstri lendi í slysi. hefur Samgöngustofa í samvinnu við tryggingarfélagið Sjóvá ákveðið hrinda af stað herferð gegn farsímanotkun sem ber yfirskriftina "EKKI TAKA SKJÁÁHÆTTUNA" Það er hættulegt tala í síma undir stýri. Gunnar Geir Gunnarsson deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu kemur til okkar.

Íbúar í Ölfusi eru fara kjósa samhliða forsetakosninunum um hvort þeir vilji breyti á deiluskipulagi þannig mölunarverskmiðja Hedelberg geti risið í næsta nágrenni við Þorlákshöfn. Það er búið boða til íbúðarfundar í kvöld og hingað er komin Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi í minnihluta bæjarstjórnar Ölfuss.

Þættir

,