Síðdegisútvarpið

14. desember

Það er brjálað gera í desember, allir á kafi í jólaundirbúningi og síðan þegar jólin koma þá viljum við öll hafa það sem huggulegast og slaka á. En hvað er gott hafa í huga áður en þessir rólegu dagar skella á, þurfum við passa upp á börnin okkar þ.e setja þeim einhver mörk eða eigum við leyfa þeim vafra um internetið vild, spila eins marga tölvuleiki og þau vilja og vera endalaust lengi á samfélagsmiðlum. Síðastliðna tvo mánuði hefur Skúli Bragi Geirdal ferðast um landið og haldið rúmlega 100 fræðsluerindi um netöryggi, persónuvernd og miðlalæsi fyrir börn, ungmenni, foreldra og kennara. Við báðum Skúla koma til okkar í Síðdegisútvarpið og það ætlar hann gera á eftir og fara yfir það helsta sem við þurfum hafa í huga.

Ásmundur Einar Daðason menntamálaráðherra var harðlega gagnrýndur á Alþingi í morgun og þess krafist hann axlaði ábyrgð á slæmu gengi íslenskra nemenda í PISA-könnuninni. Málið var líka rætt í borgarstjórn í gær og Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir borgarfulltrúi flokks fólksins kemur til okkar á eftir og ræðir þessi mál en Kolbrún hefur bæði starfað sem skólasálfræðingur og kennari svo hún þekkir vel til í skólamálum og er auk þess með sögu úr barnæskunni sem tengist lestrarkunnáttu.

Í dag verða tímamót í íslenskri bókmenntasögu þegar útgáfuhóf Munnbita Ástarsögufélagsins verður haldið í Húsi máls og menningar. Munnibiti er fyrsta rit Ástarsögufélagsins, en þar skrifa yfir þrjátíu rithöfundar margslungna texta sem allir fjalla á einn eða annan hátt um ástina. Við ætlum forvitnast um Ástarsöguféagið og Munnbita í þættinum og hingað koma Árni Árnason rithöfundur og Brynja Sif Skúladóttir formaður félagsins.

Við ætlum heyra af verkefni sem heitir Hallo Hamingja en markmiðið með því verkefni er leggja lið gegn sívaxandi kvíða, depurð og þunglyndi barna og ungmenna, með kynna skemmtilega leiki, verkefni og fræðslu, til auka hamingju, efla innri styrk og vellíðan. Til okkar kemur Elísabet Gísladóttir djákni og félagi í rotary en Rótarýhreifingin styrkir þetta verkefni sem er öllum kostnaðarlausu.

Á Fitjum í Njarðvík er finna besta Fish & Chips stað landsins samkvæmt Google. Í einföldu gámahúsi við Reykjanesbrautina leynist ISSI FISH & CHIPS sem heimamenn og ferðamenn sækja til kæta bragðlaukana. Þar stendur Jóhann Issi Hallgrímsson sem á einmitt afmæli í dag og við hringjum í hann og heyrum um fyrirtækið en vörumerkið hlaut veglega viðurkenningu frá Hugverkastofu fyrr í dag.

En við byrjum á göngugarpnum og vini Síðdegisútvarpsins Ei

Frumflutt

14. des. 2023

Aðgengilegt til

13. des. 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þættir

,