Síðdegisútvarpið

Netárásir, rammpólitísk söngvakeppni og nýjar skrifstofur Alþingis

Þingmenn Miðflokksins hafa verið duglegir gagnrýna nýjar og nýtískulegar skrifstofur Alþingis. Við ætlum heyra í eina arkitektinum á Alþingi, Loga Einarssyni, þingmann Samfylkingarinnar sem ætti vita ýmislegt um hönnuna húsa.

Og það er nokkrar stórar spurningar sem leita ítrekað á okkur Íslendinga. Hvenær Gýs Katla? Þarf alltaf vera asahláka? Og er Júróvisjón í raun ópólitísk keppni. Eiríkur Bergmann gæti lumað á einhverjum svörum um þetta síðasta.

Grindvíkingar eru búnir vera á fullu í verðmætabjörgun og óhætt sega álagið umtalsvert á líf þeirra sem hafa misst heimili sín. Sigurður Þyrill Ingvason húsasmíðameistari ætlar bjóða upp á Þorrablót þar sem Grindvíkingar geta fagnað saman og átt gleðistund á milli stunda.

Við ætluðum freista þess Þuríði Sigurðardóttur söng- og myndlistakonu til okkar sem föstudagsgest en þegar við settum okkur í samband við hana þá kom í ljós hún hefur engan tíma til setjast niður með okkur á þessum ágæta föstudegi. Það eru tónleikar hjá henni um helgina og svo er hún með myndlistasýningu en við ætlum slá stuttlega á þráðinn til hennar og forvitnast aðeins um það.

G vítamín gott fyrir geðheilsuna verður á dagskrá RÚV í kvöld og á eftir koma til okkar umsjónarmenn þáttarins þau Viktoría Hermannsdóttir og Þorsteinn J og segja okkur betur frá.

En við byrjum á þessu: Netárásir á stofnanir og fyrirtæki fer fjölgandi og síðast var ráðist á Háskólann Í Reykjavík í nótt. Netþrjótarnir virða engin landamæri og eru kræfari en nokkrum sinnum fyrr. Á línunni hjá okkur er Guðmundur Arnar Sigmundsson forstöðumaður hjá CERT-IS.

Frumflutt

2. feb. 2024

Aðgengilegt til

1. feb. 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Valur Grettisson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,