Síðdegisútvarpið

11.september

Áherslur í kyn og hinsegin fræðslu í grunnskólum hafa vakið athygli undanfarið eftir myndir af kennsluefni fóru á flug á samfélagsmiðlum og hafa sætt þar harðri gagnrýni. Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir námsefninu ætlað sporna gegn áhrifum kláms. Kennsluefni þar sem BDSM hneigð er listuð með öðrum kynhneigðum og texta þar sem stendur :"þú átt þinn líkama og mátt taka myndir af honum en þarft þess alls ekki." er meðal þess sem vakið hefur hörð viðbrögð. Í gagnrýninni sem fram hefur komið er ekki gerður greinamunur á annars vegar kynfræðslu og hinsvegar hinseginfræðslu sem fram fer innan skólanna. Við ætlum til okkar á eftir Tótlu I. Sæmundsdóttur fræðslustýru samtakanna 78 og hana til greina þarna á milli, ræða við hana um aðkomu samtakanna hinseginfræðslu í skólum og spyrja út í hvað það er sem þau eru kenna í skólunum.

Samtökin Framvís sem eru samtök vísifjárfesta á Íslandi fengu nýverið KPMG til gera skýrslu um jafnrétti í fjárfestingum sprotafyrirtækja en þau þróa flest lausnir og afurði byggðar á íslensku hugviti. Við athugum mátti sjá frekar var fjárfest í karlateymum en kvennateymum en samtökin vilja sjá þetta breytast og það jafnrétti í fjárfestingum sprotafyrirtækja. Ísland stendur sig þó betur en nágrannaþjóðir okkar en betur ef duga skal.Við fáum til okkar Sigurð Arnljótsson en hann er stjórnarformaður Framvís til segja okkur nánar frá þessari skýrslu og almenn um stöðu sprotafyrirtækja og fjárfestinga í greininni.

Hildur Sverrisdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins ætlar leggja fram frumvarp í haust þar sem hún mun leggja til breytingar á greiðsluþátttöku hins opinbera vegna tæknifrjóvgana og ófrjósemisaðgerða. Við ætlum heyra í Hildi á eftir og heyra hvað það er sem hún mun leggja til í fyrirhuguðu frumvarpi.

íbúar á höfuðborgarsvæðinu geta tekið gleði sína á því kaupmaðurinn á horninu skýtur aftur upp kollinum. Með komu Pikkoló sem er í raun sjálfbær þróun kaupmannsins getur fólk aftur nálgast vörur sínar skammt frá heimilum sínum sem hefur líka áhrif á umferðina. Ragna Margrét Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Pikkoló kemur til okkar í þáttinn og segir okkur betur frá.

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta tekur á móti Bosníu á Laugardalsvelli í kvöld í undankeppni EM 2024. Næstum tvö ár eru frá síðasta heimasigri Íslands á vellinum. Þá hefur liðið aðeins unnið tvo leiki á vellinum síðustu fjögur ár. Einar Örn Jónsson íþróttafréttamaður kemur til okkar og hitar upp fyrir leikinn.

En við by

Frumflutt

11. sept. 2023

Aðgengilegt til

10. sept. 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þættir

,