Síðdegisútvarpið

7. nóvember

Við ætlum beina sjónum okkar fjármálalæsi ungmenna. Betra fjármálalæsi ungs fólks er sérstakt áherslumál á vettvangi Samtaka fjármálafyrirtækja en Heiðrún Jónsdóttir framkvæmdastjóri SFF segir þekking á fjármálum mikilvæg undirstaða þegar ungt fólk fer út í lífið og til þátttöku í samfélagi sem verður sífellt flóknara. Hún vill sjá fjármálafræðslu sem skyldunám í grunnskóla til jafna tækifæri ungs fólks. SFF hefur keypt 17 þúsund eintök af bókinni Fyrstu skref í fjármálum eftir Gunnar Baldvinsson viðskiptafræðing og hafa samtökin dreift til kennara og nemenda í grunn og framhaldsskóla. Heiðrún Jónsdóttir kemur til okkar á eftir.

Listaháskóli Íslands hefur sett af stað námskeið í samstarfi við Fjölmennt - símenntunar- og þekkingarmiðstöð, námskeið sem heitir Brúum bilið. Námskeiðið er hugsað fyrir þau sem hafa hug á sækja um í sviðslistum við skólann og auka þar með aðgengi ólíkra hópa háskólanámi í þessum greinum. Diljá Ámundadóttir Zoega kynningarstjóri og jafnréttisfulltrúi Listaháskóla Íslands og Steinunn Ketilsdóttir deildarforseti sviðslistadeilda Listaháskóla Íslands koma til okkar á eftir og segja frá

Við ætlum fjalla um bíllausan lífsstíl í þættinum en á morgun er aðalfundur samtaka um bíllausan lífstíl. Þar mun Davíð Þorláksson framkvæmdastjóri Betri samgangna ohf. halda erindi um Borgarlínu og Saga Garðarsdóttir leikkona segja reynslusögu bíllausrar konu í Reykjavík. Eru margir sem kjósa bíllausan lífsstíl og er það ekki flókið í landi þar sem einkabílnum er gert jafn hátt undir höfði og hér ? Inga Auðbjörg stjórnarmeðlimur í samtökum um bíllausan lífsstíl ræðir við okkur á eftir.

Og eins og venjan er annan hvern þriðjudag þá kynnum við okkur það sem boðið verður upp á í Kveiksþætti kvöldsins. Málin sem til umfjöllunar eru í kvöld eru annars vegar hröð og mikil fjölgun öryggis - og eftirlitsmyndavéla á vegum ríkis og sveitafélaga og hinsvegar verður fjallað um þriðju algengustu dánarorsök Íslendinga - heilaslag. Ingólfur Bjarni Sigfússon og Jóhann Bjarni Kolbeinsson koma til okkar.

Í þættinum í gær barst appið Splitwise í tal í tengslum við viðtal sem við tókum við Albert Eiríksson lífskúnstner fyrir helgi um það hvernig best skipta reikningi þegar hópur fólks fer út borða. Veltum við því fyrir okkur hvernig Splitwise er notað en á heimasíðu forritsins segir Splitwise auðveldasta leiðin til deila gjöldum með vinum og fjölskyldu. Milljónir manna um allan heim nota Splitwise til skipuleggja hópreikninga og sem veit allt um það hvern

Frumflutt

7. nóv. 2023

Aðgengilegt til

6. nóv. 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Valur Grettisson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,