Síðdegisútvarpið

Nýr borgarstjóri,umdeilt leikverk, EM upphitun,staðan í Grindavík og líðan íbúa

Þegar eldgos hófst í og við Grindavík á sunnudag fengum við fréttir af því eitthvað af sauðfé væri innilokað í bænum. Stefnt er því koma fénu úr bænum í dag sögn lögreglustjórans á Suðurnesjum. Grétar Jónsson, formaður Fjáreigendafélags Grindavíkur verður á línunni hjá okkur á eftir og við spyrjum hann út í stöðuna en hann segir það hafi hvorki verið í leyfi óleyfi þegar farið var með í bæinn milli rýminga. Hann hafi reynt hafa samband við Almannavarnir og lögreglustjórann á Suðurnesjum um málið en engin svör fengið. Meira um það hér á eftir.

Það eru borgarstjóraskipti í Reykjavík í dag þegar Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins tekur við keflinu af Degi B Eggertssyni sem verið hefur borgarstjóri síðan árið 2014. Einar kemur til okkar í Síðdegisútvarpið á eftir af þessu tilefni, rétt fyrir klukkan fimm og við spyrjum hann hvernig nýja starfið leggist í hann.

Röð áfalla hafa dunið yfir íbúa Grindavíkur síðustu vikur og mánuði. Gosinu sem hófst á sunnudag við Grindavík virðist lokið en prófessor í jarðeðlisfræði segir viðbúið svipaðir atburðir endurtaki sig á næstu mánuðum og jafnvel árum. Grindavík ekki öruggur staður á meðan. Páll Valur Björnsson íbúí í Grindavík hefur verið tíður gestur hjá okkur í Síðdegisútvarpinu síðan jarðhræringarnar hófust í haust og hann ætlar koma til okkar á eftir og ræða við okkur um atburði síðustu daga og stöðuna sem upp er komin.

Drífa Snædal, talskona Stígamóta, skrifar grein í dag á visi.is en þar beinir hún orðum sínum til þeirra sem eiga miða á leikritið Lúnu sem frumsýnt verður á föstudag. Leikritið er skrifað af Tyrfingi Tyrfingssyni en samkvæmt upplýsingum úr Borgarleikhúsinu skírskotar það einhverju leyti í umdeilda og flókna fígúru Heiðars Jónssonar snyrtis. Drífa segir í greininni fyrirhugaðar sýningar muni ýfa upp sár brotaþola Heiðars en hann hlaut m.a. dóm árið 1996 fyrir húsbrot og kynferðisbrot gagnvart 18 ára dreng á Egilsstöðum. Í greininni segir ennfremur brotaþolar hafi sett sig í samband við Stígamót og þau fengið ákall um aðstoð við koma á framfæri þeirra viðhorfum. Stígamótum hafi einning borist afrit af bréfi sem sent var frá þriðja aðila til Borgarleikhússins. Drífa kemur til okkar á eftir.

Ísland mætir Ungverjalandi í kvöld kl. 19:30 í lokaleik C-riðils á EM karla í handbolta. Sigur þýðir Ísland fer áfram í milliriðil með tvö stig en farmiði í milliriðil gæti verið klár fyrir leikinn. Við ætlum hita upp fyrir leikinn og heyra í Helgu Margréti Höskuldsdóttur og Loga Geirssyni sem eru stödd i Munchen

Almannavörnum og HS veitum tókst koma heitu vatni til Grindavíkur í nótt. Hópur pípulagningamanna verður sendur í bæinn til kanna ástand lagna. Íbúar í hluta bæjarins eru beðnir afhenda lykla svo kanna megi stöðuna í húsum þeirra. Almannavarnir hafa sent út tilkynningu til húseiganda í Grindavík um þeir afhendi lykla húsum sínum svo pípulagningarmenn geti skoðað hitakerfið. Hjördís Guðmundsdóttir upplýsingafulltrúi hjá Almannavörnum verður á línunni.

Frumflutt

16. jan. 2024

Aðgengilegt til

15. jan. 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þættir

,