Síðdegisútvarpið

17.ágúst

Isavia hefur krafist þess tæp þrjú þúsund tré verði felld í Öskjuhlíðinni milli Háskólans í Reykjavík og Fossvogskirkjugarðs. Ástæðan er flugöryggi. Beiðnin fer til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs borgarinnar. Við fáum til okkar á eftir Aðalstein Sigurgeirsson skógfræðing og fagmálastjóri Skógræktarinnar og varaformaður skógrætarfélags Reykjavíkur. til ræða þessa kröfu Isavia og hver áhrifin yrðu ef hún kæmi til framkvæmdar. Auk þess ætlum við opna fyrir símann hér eftir smá stund og spyrjum ykkar hlustendur góðir hvernig ykkur lítist á þetta.

Fyrr í vikunni fengum við fréttir af því tíu handboltastrákar frá Búrúndí hefðu gufað upp á miðju heimsmeistaramóti í handbolta fyrir leikmenn nítján ára og yngri. Landslið Búrúndí þurfti af þeim sökum gefa leiks sinn á móti Barein en heimsmeistaramótið var haldið í Króatíu. Hvað var þarna í gangi og er eitthvað nýtt frétta í málinu ? Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson kemur til okkar á eftir og fer yfir þetta með okkur.

Við ætlum fjalla um rallý í þættinum en Red Bull Rallýleiðin verður keyrð annað kvöld og við ætlum til okkar Braga Þórðarson framleiðanda Mótorsport þáttanna og sérfræðing í akstursíþróttum.

Og eins og alltaf á fimmtudögum þá fáum við Atla Fannar Bjarkason til okkar í MEME vikunnar og svo ætlum við fræðast um það sem í boði verður í Hörpu á menningarnótt, en það er Ása Berglind Hjálmarsdóttir verkefnastjóri dagkrárgerðar sem segir okkur betur frá því.

En við byrjum á þessu hún Vala er skipuleggja Hvala Gala sem haldið verður í Hvalasafninu á Granda annað kvöld og hún er hingað komin.

Frumflutt

17. ágúst 2023

Aðgengilegt til

16. ágúst 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þættir

,