Síðdegisútvarpið

8.september

Það bárust fréttir af því í dag uppi væru hugmyndir koma fyrir Parísarhjóli við höfnina í Reykjavík. Í nýrri skýrslu sem stafshópur undir stjórn Rebekku Guðmundsdóttur borgarhönnuðar er einnig talað um sjávarsundlaug, hugleiðsluhús, sjónauka fyrir selaskoðun og fljótandi gufubað í Nauthólsvík. Við heyrum af þessum hugmyndum og hringjum í Rebekku í þættinum

Atli Freyr Guðmundsson mætir vopnaður í Síðdegisútvarpið og segir okkur frá Reykjavík Hema klúbbnum sem tileinkaður er miðaldarskilmingum. Á morgun mun klúbburinn kynna starfsemi sína á Midgard 2023.

Karlalandslið Íslands í fótbolta mætir Lúxemborg ytra í kvöld í undankeppninni fyrir EM 2024. Ísland er aðeins með þrjú stig eftir fjórar umferðir en ætlar sækja sigur í kvöld. Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson íþróttafréttamaður kemur til okkar í lok þáttar og gefur okkur aðeins innsýn í það sem koma skal.

Vinsælasta kvikmynd landsins um þessar mundir er Kuldi. Myndin er gerð eftir samnefndri bók Yrsu Sigurðardóttur. Með aðalhlutverk fer einn af okkar heimsfrægustu leikurum, Jóhannes Haukur. 15 ára dóttir Jóhannesar, Ólöf Halla Jóhannesdóttir leikur einnig í myndinni, þau feðginin koma til okkar á eftir og mætast í spurningakeppni

Ofurtöffarinn, hetjan, útvarpsmaðurinn en fyrst og fremst tónlistarmaðurinn Rúnar Þór er verða 70ára gamall! Hann kemur til okkar á eftir og við förum yfir farinn veg með honum.

stend­ur yfir Evr­ópu­mót iðn-, verk- og tækni­greina, Eurosk­ills, í Gdansk í Póllandi. Á síðasta Evr­ópu­móti, sem fram fór í Búdapest í Ung­verjalandi, vann Ísland til silf­ur­verðlauna í raf­einda­virkj­un. Sig­urður Borg­ar Ólafs­son er liðsstjóri Íslands við heyrum í honum frá Póllandi.

Frumflutt

8. sept. 2023

Aðgengilegt til

7. sept. 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Valur Grettisson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,