Síðdegisútvarpið

4.október

Í fréttaskýringaþættinum Kveik í gær var fjallað um neyslu á ópíóiðum hér á landi og tveimur ungum mönnum fylgt eftir og saga þeirra sögð. Í þættinum kemur fram fjölmargir létust af völdum ofneyslu á ópíóíðum hér á landi á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Á sama tíma eru langir biðlistar í meðferð og tekið dæmi um 100 manns séu á biðliðsta eftir komast í meðferð í Krísuvík. Við ætlum ræða við Önnu Hildi Guðmundsdóttur formann SÁÁ hér á eftir, fara yfir stöðuna með henni og spyrja hana út í hvaða úrræði séu í boði fyrir þennan hóp fólks.

Sigurður Sigurðsson og Hildur Halldórsdóttir sérfræðingar hjá Heimili og skóla koma til okkar á eftir til segja frá Farsældarsáttmálanum sem er partur af viðameira verkefni sem hefur verið í gangi frá upphafi árs, það snýr endurreisn foreldrastarfs í þágu farsældar barna. Meira um það á eftir.

FKA (Félag kvenna í atvinnulífinu ) Suðurnes, er halda Landsbyggðarráðstefna FKA í Reykjanesbæ næstkomandi föstudag.Yfirskrift ráðstefnunnar er í krafti kvenna, þar er markmiðið fanga þá orku og eljusemi sem konur á Suðurnesjum og landsbyggðinni búa yfir og sýna það í þátttöku á þróun samfélagsins sem þær búa í og þeim verkefnum sem þær taka sér fyrir hendur. Fida Abu Libdeh forstjóri GEO Silica veit allt um málið.

Kóligerlamengun uppgvötaðist nýlega í neysluvatni íbúa á Borgarfirði Eystri. Ekki er vitað til þess slík mengun hafi áður komið upp á Borgarfirði og kom þetta íbúum þess vegna í opna skjöldu. Við setjum okkur í samband við Aðalstein Þórhallsson framkvæmdastjóra HEF veitna.

A! er fjögurra daga alþjóðleg gjörningahátíð sem haldin er árlega, í sjöunda sinn. Fjölbreyttir gjörningar og leikhústengd verk af öllum toga eru á dagskránni.Á ýmsu hefur gengið í aðdraganda hátíðarinnar, Guðrún Þórsdóttir veit allt um það, enda innsti koppur í búri. Við heyrum í henni á eftir.

En við byrjum á okkar manni, það er Björn Malmquist í Brussel sem segir okkur nýjustu fréttir þaðan auk þess sem hann ræðir við Stellu Vestmann um framkvæmdir á dómshöllinni í Brussel.

Frumflutt

4. okt. 2023

Aðgengilegt til

3. okt. 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Valur Grettisson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,