Síðdegisútvarpið

28.ágúst

Líkt og fram hefur komið hyggst menningar- og viðskiptaráðuneytið setja á fót þjóðaróperu og þar af leiðandi hætta styðja við Íslensku óperuna með þeim hætti sem gert er í dag. Gissur Páll Gissurarson situr í stjórn Klassís hann kemur til okkar í þáttinn og við spyrjum hann út í þessi áform.

Flestir Íslendingar hafa heyrt um fríríkið Kristjaníu í Kaupmannahöfn og mörg okkar hafa heimsótt staðinn sem er mjög vinsæl ferðamannastaður, þar sem fríríkið þykir líflegur og sérstakur staður. En Kristjanía hefur líka sínar skuggahliðar eins og fram hefur komið í fréttum undanförnu. Nokkur manndráp hafa verið framin í Kristjaníu síðustu ár. Í fyrra lést 23 ára karlmaður þar og árið áður var 22 ára maður drepinn, en var fæddur og uppalinn í Kristjaníu. er staðan íbúar Kristjaníu vila loka fyrir kannabissölu sem hefur verið í gangi þar í áratugi. Olgalilja Bjarnadóttir var eitt sinn íbúi Kristjaníu. Hún kemur til okkar á eftir til meta stöðuna.

Umræðan um aðgangsstýringu vinsælum ferðamannastöðum hefur verið hávær á Íslandi undanfarin misseri og sitt sýnist hverjum í þeim efnum. Íbúar í austurríska smábænum Hallstatt hafa mótmælt þeim gríðarlega straumi ferðamanna sem liggur til bæjarins allan ársins hring og ákváðu í gær stöðva alla í gær umferð um jarðgöng sem er aðalumferðaræðin inn í bæinn. Við ætlum heyra í Rósu Kristínu Baldursdóttur tónlistarkonu sem býr í borginni Salzburg sem er þar skammt frá og fræðast aðeins betur um þennan merkilega og þann mikla fjölda ferðamanna sem heimsækir hann ár hvert. Rósa Kristín Baldursdóttir

Um næstu helgi verður Reykjavík Line Dance Festival sem myndi vera á íslensku Línudans hátíð Reykjavíkur, en upphitun fyrir hátíðina hefst á morgun. Við ætlum forvitnast um Línudans samfélagið á íslandi og fáum innsta kopp úr búri, sjálfan Jóa Dans til okkar, eða Jóhann Örn Ólafsson.

Kristín Einarsdóttir þjóðfræðingur býr í Hveravík á Ströndum. Þar reka þau hjónin hún og Gunnar ferðaþjónstu, rækta grænmeti og það sem meira er þau búa yfir miklum hænu og hanakosti. Við fáum vita allt um það hér á eftir

En við byrjum á afmælisbarni dagsins sem er enginn annar en Magnús Þór Sigmundsson tónlistarmaður.

Frumflutt

28. ágúst 2023

Aðgengilegt til

27. ágúst 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Valur Grettisson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,