Síðdegisútvarpið

27. október

Vinsældir orkudrykkja hafa aukist mikið síðustu ár þar sem áhrif þeirra eru gjarnan ?hressandi? en geta jafnframt verið ávanabindandi. Drykkirnir innihalda sætuefni og koffín í óhóflegu magni ásamt öðrum virkum efnum og ættu ekki teljast sem svaladrykkir í venjulegum skilningi. Birna G. Ásbjörnsdóttir doktorsnemi í heilbrigðisvísindum við Háskóla Íslands hefur rannsakað áhrif orkudrykkja á líkamann, þá aðallega þarmaflóruna en einnig heilann og taugakerfið. Birna ræðir við okkur um neikvæð áhrif orkudrykkja.

Vilhjálmur Árnason þingmaður og ritari Sjálfstæðisflokksins vill afnema heiðurslaun listamanna og hefur hann lagt fram frumvarp þar sem lagt er til lög um heiðurslaun listamanna nr.66/2012 verði felld brott. Vilhjálmur verður á línunni hjá okkur og gerir grein fyrir frumvarpi sínu.

Alþjóðlega barnakvikmyndahátíð hefst á morgun í Bíó Paradís í Reykjavík og stendur út næstu viku. Þar verður ýmislegt krassandi í boði. Hrönn Sveinsdóttir framkvæmdastjóri Bíó Paradísar setur okkur inn í málin.

Dúkkulísurnar gáfu út lagið Minning ljúf á dögunum en lagið er eftir Erlu söngkonu hljómsveitarinnar og Sigurgeir Sigmundsson gítarleikara. Textinn er eftir Þórhöllu Arnardóttur, sem var kær vinkona Dúkkulísanna en hann samdi hún til bróður síns sem lést í fallhlífstökkslysi árið 2013 í Flórída. Sjálf féll Þórhalla frá á síðasta ári eftir snarpa baráttu við brjóstakrabbamein. Þau Erla Ragnarsdóttir og Kolbeinn Már Guðjónsson eiginmaður Þórhöllu heimsækja þáttinn.

Í lok október og byrjun nóvember ár hvert bjóða Skagamenn til menningarhátíðarinnar Vökudaga. sem veit allt um Vökudaga er Vera Líndal Guðnadóttir Verkefnastjóri Menningar- og safnamála hjá Akraneskaupstað og við sláum á þráðinn til hennar upp á Skaga.

Frá og með næstu áramótum munu einstaklingar og fyrirtæki geta sótt um styrk vegna kaupa á rafbílum og öðrum orkuhlutlausum bifreiðum en styrkurinn á koma í stað skattaívilnana sem eru falla úr gildi. Bílasalar hafa áhyggjur af þessari breytingu og hafa bent á allar ívilnanir ríkisins til fólks sem vill kaupa sér rafmagnsbíl muni stuðla viðskiptum við umboðin á meðan þeir sitji eftir með sárt ennið. Björn Sigurðsson einn eigandi fyrirtækisins Auto Trade sem á og rekur Stóru Bílasöluna er hingað kominn.

Guðrún Dís Emilsdóttir og Kristján Freyr Halldórsson stýrðu þætti kvöldsins.

Frumflutt

27. okt. 2023

Aðgengilegt til

26. okt. 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Valur Grettisson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,