Síðdegisútvarpið

Diljá Mist um glæpastarfsemi,fjölga þarf læknanemum og upplifun fólks með pólskar rætur af Íslandi

Stutt er síðan læknanemum var fjölgað hér á landi úr 48 í 60 en mannaflaspá Læknafélgs Íslands gerir ráð fyrir fjölga þurfi læknum verulega á næstu árum. Mikill þrýstingur hefur verið frá stjórnvöldum læknadeild taki við enn fleiri nemum og því lofað fjármagn muni fylgja með. Á deildarfundi læknadeildar í lok síðasta árs var samþykkt fjölga nemum í 75 en deildin setur nokkra fyrirvara. Þórarinn Guðjónsson deildarforseti læknadeildar kemur til okkar á eftir og ræðir þessi mál við okkur og fer yfir það hvað þurfi til hægt fjölga nemum við deildina.

Dagur vefiðnaðarins verður haldin í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu á morgun. Dagurinn hefst á ráðstefnu þar sem fjöldi fyrirlestra er á dagskrá og um kvöldið verða svo Íslensku vefverðlaunin afhent en fimmtíu vefir og stafrænar lausnir eru tilnefnd í tíu flokkum. Bryndís Alexandersdóttir stjórnarkona í SVEF og Einar Þór Gústafsson sem er yfir vöruþróun hjá Gangverk koma til okkar til segja okkur betur frá og ræða vefiðnaðinn á Íslandi.

Á morgun verður spilaður leikur í 1.deild karla í körfubolta þegar KR mætir ÍA. Reikna með hörku leik en auk þess er þetta góðgerðarleikur og hafa KR ingar ákveðið allur ágóði af miðasölu leiksins renni til Píeta samtakanna. KR ingar munu leika í viðhafnarútgáfu af keppnisbúningi sínum af þessu tilefni auk þess sem ýmislegt annað verður gert til fjáröflunar fyrir samtökin í tengslum við leikinn. Matthías Sigurðarson stjórnarmaður í KR og Gunnhildur Ólafsdóttir fagstjóri hjá Píeta samtökunum koma til okkar á eftir og segja okkur betur frá

"Ég hélt ég væri lent á tunglinu, ég varð dauðhrædd og hugsaði með mér: Hvernig á maður geta gengið á háum hælum í þessu grjóti …???" Þetta er meðal þeirra svara sem borist hafa í þjóðháttarannsókn sem Þjóðminjasafnið hefur staðið fyrir á upplifun Pólverja af veru sinni hér á landi. En á laugardaginn opnar sýningin Pólskar rætur á Íslandi í Þjóðminjasafninu. Á sýningunni verða sett fram brot af þeim svörum og ljósmyndum sem borist hafa Þjóðminjasafni Íslands. Markmið þessarar rannsóknar er varðveita þekkingu og afla heimilda fyrir komandi kynslóðir um upplifun fólks sem á rætur í Póllandi af veru þeirra og búsetu hérá landi. Ágústa Kristófersdóttir og Martyna Ylfa Suszko mæta til okkar.

Í lok þáttar kemur Atli Fannar Bjarkason til okkar og fer yfir Meme vikunnar eins og vanalega.

Diljá Mist Ein­ars­dótt­ir, þing­kona Sjálf­stæðis­flokks­ins og formaður ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar Alþing­is, segir í grein í Morgunblaðinu í dag ástandið sem hef­ur skap­ast í tengsl­um við glæp­a­starf­semi á Íslandi óá­sætt­an­legt. Hún vill við sem þjóðfélag lærum af því sem sést hefur í Svíþjóð undanfarin ár en ít­rekaðar frétt­ir eru þaðan af al­var­leg­um of­beld­is­glæp­um og árás­um þar sem glæp­ir eru rakt­ir til átaka glæpa­gengja. Diljá Mist mætir til okkar.

Frumflutt

14. mars 2024

Aðgengilegt til

14. mars 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þegar fyrsta hluta úthlutunar leikskólaplássa í Reykjavík lauk föstudaginn 10. maí höfðu foreldrar rúmlega 1700 barna fengið boð og þegið vistun í borgarrekna leikskóla.

Hildur Lilja Jónsdóttir, fagstjóri leikskóla í Austurmiðstöð sem einnig er í innritunarteymi skóla- og frístundasviðs kemur til okkar á eftir og fer yfir stöðuna í þessum málaflokki með okkur.

Halla Hrund Logadóttir forsetaframbjóðandi verður síðan hjá okkur í seinni hluta þáttar á grillinu eins og við höfum kosið kalla þennan dagskrárlið. Við spyrjum Höllu spjörunum úr og freistum þess kynnast henni betur.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO telur akstur vegna farsímanotkunar einn stærsti áhættuþáttur umferðarslysa í heiminum.

Allt bendir til þess fólk sem notar síma við akstur fjórum sinnum líklegra til lenda í slysi. Þá er tuttugu og þrisvar sinnum líklegra fólk sem les og eða skrifar skilaboð meðan á akstri lendi í slysi. hefur Samgöngustofa í samvinnu við tryggingarfélagið Sjóvá ákveðið hrinda af stað herferð gegn farsímanotkun sem ber yfirskriftina "EKKI TAKA SKJÁÁHÆTTUNA" Það er hættulegt tala í síma undir stýri. Gunnar Geir Gunnarsson deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu kemur til okkar.

Íbúar í Ölfusi eru fara kjósa samhliða forsetakosninunum um hvort þeir vilji breyti á deiluskipulagi þannig mölunarverskmiðja Hedelberg geti risið í næsta nágrenni við Þorlákshöfn. Það er búið boða til íbúðarfundar í kvöld og hingað er komin Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi í minnihluta bæjarstjórnar Ölfuss.

Þættir

,