Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið 28. desember

Mikill fjöldi fólks lagði leið sína í Bláfjöll í gær en talið er allt fimm þúsund gestir hafi sótt svæðið heim og farið þar á skíði. Bílaröð myndaðist sem náði um tíma til Reykjavíkur og voru langar raðir í miðasölu og lyftur. Einhverjir kvörtuðu undan skipulagsleysi og troðningi. Magnús Árnason framkvæmdastjóri skíðasvæðanna verður á línunni hjá okkur á eftir og við spyrjum hann útí gærdaginn og hvað verði gert til koma í veg fyrir svona ástand skapist aftur.

gjald­skrá Vaðlaheiðarganga tek­ur gildi um ára­mót­in og hækk­ar gjaldið fyr­ir hverja staka ferð en einnig á kort­um sem keypt eru með magnafslætti. Valgeir Bergmann framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga verður á línunni hjá okkur og við spyrjum hann út í fyrirhugaða hækkun og ræðum við hann almennt um þessi 7,5 kílómetra löngu göng sem liggja á milli Eyjafjarðar og Fnjóskadals og tekin voru í notkun fyrir fimm árum síðan.

Húsó heitir glæný íslensk þáttaröð sem hefst hér á RÚV kvöldi nýársdags. Þar kynnumst við ungri konu, henni Heklu, sem hefur farið ítrekað út af sporinu frá unglingsaldri og til þess koma henni inn á beinu brautina er hún skráð til náms í Hússtjórnarskólanum í Reykjavík. Leikstjórinn Arnór Pálmi Arnarson og aðalleikkonan Ebba Katrín Finnsdóttir segja okkur frá þessum spennandi þáttum sem leiða okkur inn í nýja árið.

Flugeldasala björgunarsveitanna fer hefjast víða um land og áramótabrennur víða fyrirhugaðar. Okkur liggur á forvitni vita hvort hugur landsmanna gagnvart flugeldum breytast ráði og hvort flugeldasalan minnka. Við hringjum í Ómar Örn Sigmundsson í björgunarsveitinni Tindum í Hnífsdal og heyrum bara almennt af stemningunni þar.

Á morgun ætlar vaskur hópur arka upp Esjuna í ferð sem ber yfirskriftina Áfram Klara en þær sem standa fyrir göngunni eru meðal annarra frænkur Klöru litlu sem hefur tekist á við stórar áskoranir eftir hoppukastalaslysið á Akureyri sumarið 2021. Þær ætla gleðjast með gönguhrólfum í lok göngu og njóta veitinga og sömuleiðis safna áheitum fyrir Klöru. Auðbjörg Björnsdóttir er ein þeirra sem ætlar reima á sig gönguskóna á morgun og við heyrum í henni hér á eftir.

En við byrjum á veðrinu, hvernig er spáin næstu daga og hvernig mun viðra á gamlársdagskvöld þegar við kveðjum gamla árið og tökum á móti því nýja. Teitur Arason veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands er á línunni hjá okkur.

Frumflutt

28. des. 2023

Aðgengilegt til

27. des. 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Valur Grettisson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,