Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið 4. janúar

í byrjun árs dynja á okkur í öllum miðlum auglýsingar um útsölur. En hvað þurfa neytendur hafa í huga þegar þeir hyggjast gera góð kaup og erum við alltaf græða á útsölum. Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna kemur til okkar á eftir ræða þessi mál en auk þess ætlum við spyrja hann út í skilarétt í verslunum en það eru eflaust einhverjir þarna úti sem hafa fengið eitthvað í jólagjöf sem þeir hyggjast skila eða skipta yfir í eitthvað annað.

Samgöngustofa hvetur okkur til nota endurskinsmerki til sjást betur í skammdeginu og er fara af stað með átak sem kallast Sjáumst. Þórhildur Elín Elínardóttir samskiptastjóri hjá Samgöngustofu kemur til okkar og ræðir þetta.

Þráðaþon er yfirskrift tveggja daga hugmyndasmiðju sem fram fer í Grósku 5. og 6. janúar og er á vegum KLAK og Umhverfisstofnunar. Markmið hugmyndasmiðjunnar er þróa lausnir við aukinni tískusóun eða textílsóun, fulltrúar ýmissa fyrirtækja ræða sínar áskoranir í þessum efnum og fyrirlesarar munu fjalla um stöðu vandamálsins. Við ætlum taka upp þráðinn með þeim Jennu Björk Guðmundsdóttur frá Klak og Jóhannes Bjarka Urbancic Tómassyni frá Umhverfisstofnun.

Í kvöld á RÚV verður Íþróttamaður ársins 2023 tilkynntur auk þess sem farið er yfir eftirminnilegustu íþróttaatvik ársins. Þetta hefst allt saman klukkan 19:40 í sjónvarpinu og við ætlum taka stöðuna á þessu öllu saman með Eddu Sif Pálsdóttur eða Þorkeli Gunnari Sigurbjörnssyni, það fer allt eftir því í hvort þeirra við náum hér á eftir því þau eru á þönum fyrir útsendinguna í kvöld.

Sagt var frá því í fréttum Ríkissjónvarpsins í gær grímuskylda hafi verið tekin upp á Landspítala og álagið það mesta sem starfsfólk hefur séð á spítalanum í dágóðan tíma. Umgangspestir eru talsvert á sveimi, mikið er um innlagnir og öndunarfærasjúkdómar hafa sótt í sig veðrið. Þá setja veikindi starfsfólks strik í reikninginn. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, fram­kvæmda­stjóri hjúkr­un­ar hjá Heilsu­gæsl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu er á línunni.

Það eru þau Guðrún Dís og Kristján Freyr sem eru við stýrið.

Frumflutt

4. jan. 2024

Aðgengilegt til

3. jan. 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Valur Grettisson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,