Síðdegisútvarpið

11.ágúst

Yrsa Sigurðardóttir rithöfundur verður föstudagsgestur þáttarins þessu sinni. Við spyrjum hana út í hvað hún hafi verið bralla í sumar og forvitnumst um bókina sem hún er skrifa en auk þess ætlum við spyrja hana útí kvikmyndina Kulda sem kemur í bíóhús í byrjun september en myndin er byggð á samnefndri bók eftir Yrsu.

Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins verður á línunni hjá okkur á eftir en það er nokkuð um það fólk Covid og við ætlum spyrja hana aðeins út í það.

Jóhann Alfreð og Steiney hafa verið ferðast um landið með Hljóðvegi 1. Við setjum okkur í samband við Steineyju á eftir.

Birkir Blær Ingólfsson handritshöfundur og tónlistarmaður kemur hingað í Efstaleitið á eftir en um þessar mundir er verið taka upp aðra seríu af Ráðherranum með Ólafi Darra í aðalhlutverki. Birkir Blær er annar þeirra sem skrifar handrit þáttanna og við ætlum aðeins spyrja Birki út í gang mála. Það er nóg gera hjá Birki Blæ þessa dagana en hann var stofna jazz hljómsveit og við spyrjum hann út í það og fáum heyra smá jazz tóna frá Böss.

Á Hinsegin dögum um helgina, nánar tiltekið í kvöld verður Drag djók í Gamla bíó þar sem meðal annars Black Peppa og Danny Beard úr RuPaul's Drag Race UK koma fram. Við ætlum heyra í Agöthu P á eftir og frekari upplýsingar um þetta.

Og svo ætlum við forvitnast um Hvanneyrarhátíðina sem verður haldin á morgun, við hringjum í Borgarfjörðinn síðar í þættinum.

En við ætlum byrja á Dalvík, þar sem hátíðin Fiskidagurinn Mikli fer fram um helgina og á línunni hjá okkur er Friðrik V yfirkokkur sem er undirbúa stórveislu.

Frumflutt

11. ágúst 2023

Aðgengilegt til

10. ágúst 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Valur Grettisson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,