Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið 22. desember

Natatorium er fyrsta kvikmynd leikstjórans og handritshöfundarins Helenu Stefánsdóttur, í fullri lengd. Myndin er einhvers konar fjölskylduharmleikur með drungalegum undirtón og skartar Elinu Petersdóttur og Ilmi Maríu Arnardóttur fara með aðalhlutverkum. Myndin verður heimsfrumsýnd á nýju ári á Alþjóða kvikmyndahátíðinni í Rotterdam. Helena ætlar kíkja til okkar og sega frá.

Þúfan er áfangaheimili fyrir konur sem lokið hafa meðferð vegna fíknar í áfengi og/eða önnur vímuefni.Á morgun verður haldinn styrktarviðburður fyrir Þúfuna sem er svokölluð andskötusúpa - hvað það er vitum við ekki en Lára Ómarsdóttir veit það og hún kemur til okkar og segir okkur frá.

Borg hinna dauðu er nýjasta bókin um sérlundaða lögreglumanninn Hörð Grímsson sem svo margir elska. Höfundur bókarinnar og skapari Harða, Stefán Máni, hefur haft nóg gera síðustu vikur í upplestrum og kynningu á bókinni en hann ætlar setjast niður með okkur og segja okkur aðeins frá nýjustu vendingum í lífi Harðar.

Snærós Sindradóttir er búsett í Budapest í Ungverjalandi - við hringjum í hana og heyrum af aðventunni þar í landi og hún ætlar líka segja okkur frá Útvarpsþætti sem hún hefur búið til um ömmu sína og afa Helgu Bachman og Helga Skúlason.

En fyrst orð ársins sem landsmenn kjósa um ár hvert. Orðin sem valið stendur um eru tíu og eiga það sameiginlegt hafa einkennt þjóðfélagsumræðuna á liðnu ári, eða verið áberandi með öðrum hætti. Kosningin opnaði á RÚV.is í dag. Anna Sigríður Þráinsdóttir málfarsráðunautur RÚV fer yfir það með okkur.

Frumflutt

22. des. 2023

Aðgengilegt til

21. des. 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Valur Grettisson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,