Síðdegisútvarpið

1.nóvember

gögn GPS mælum og gervitunglum staðfesta kvikuinnskot til staðar vestan við Þorbjörn á um þriggja til fjögurra kílómetra dýpi. Tæplega 400 jarðskjálftar mældust á Reykjanesskaga í nótt. stærsti 3,7 stærð, um þrjá kílómetra vestur af Þorbirni laust fyrir klukkan eitt í nótt. Við heyrum í Helgu Árnadóttur framkvæmdastjóra Bláa lónsins vegna stöðunnar.

Grindvíkingar eru margir hverjir kvíðnir vegna jarðhræringanna á Reykjanesskaganum. Stefnt er því taka fund með íbúum á morgun en við ætlum heyra í Fannari Jónassyni bæjartjóra Grindavíkur á eftir og ræða við hann um áhyggjur íbúa á svæðinu.

Í gær var bæjarstjórnarfundur á Akureyri þar sem fram fór fyrri umræða um fjárhagsáætlun. Þar kom fram gjaldskrár Akureyrarbæjar muni allar hækka um 9%. Ein þeirra sem er hugsi yfir þessum hækkunum er Hilda Jana Gísladóttir bæjarfulltrúi hjá Akureyrarbæ og við sláum á þráðinn norður og heyrum í Hildu.

Í nýliðnum október stóð Brjóstamiðstöð Landspítala fyrir átaksverkefninu "skrepp í skimun" Átakið er árleg vitundarvakning um brjóstakrabbamein þar sem markmiðið er draga fram hversu mikilvægt og einfalt það er mæta í brjóstaskimun en mætingin hefur dvínað gríðarlega síðustu ár. Svanheiður Lóa Rafnsdóttir er yfirlæknir brjóstaskurðlækningadeildar og Brjóstamiðsöðvar Landspítala, hún kemur til okkar í þættinn og ræðir við okkur um mikilvægi þess Skreppa í skimun.

stendur yfir rúpnaveiðitímabil en það hófst þann 20. október og stendur til 21. nóvember í ár. Heimilt er veiða rjúpu frá og með föstudögum til og með þriðjudögum á því tímabili. En hvernig er búið ganga og hvað eiga veiðimenn hafa í huga þegar lagt er af stað til veiða ? Áki Ármann er formaður Skotvís við heyrum í honum.

En við byrjum á Birni Malmquist fréttamanni í Brussel.

Frumflutt

1. nóv. 2023

Aðgengilegt til

31. okt. 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Valur Grettisson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,