Síðdegisútvarpið

31. júlí

Kvennalið KR í knattspyrnu mætir liði Gróttu annað kvöld, 1. ágúst í leik sem þær kalla bleikur leikur því allur hagnaður af miðasölu rennur til Bleiku slaufunnar. Í tilkynningu kemur fram málefnið standi leikmönnum nærri og þær vilji efla umræðu um brjóstakrabbamein á Íslandi og um leið safna fjármagi sem rennur til Krabbameinsfélagsins. Lilja Valþórsdóttir og Hildur Björg Kristjánsdóttir knattspyrnukonur úr Kr mæta til okkar og segja frá framtakinu.

Gordon Ramsay sem er einn þekktasti matreiðslumaður heims er annálaður íslandsvinur enda kemur kappinn til Íslands bæði til veiða og heimsækja hina og þessa veitingastaði. Gordon mætti ásamt fylgdarliði á veit­ingastaðinn OTO á Hverf­is­götu á dögunum og það er skemmst frá því segja heimsókn sló í gegn hjá Michelin kokknum. Hann hrósaði staðnum og matnum í hástert m.a. á Instagram en fygjendur hans þar skipta milljónum. Sigurður Laufdal er maðurinn á bak við eldhúsgaldrana á OTO en Sigurður hefur bæði verið í landsliði íslands í matreiðslu og komið víða við á sínum ferli. Við heyrum í Sigurði í þættinum og spyrjum hann út í þessa óvæntu heimsókn

Senn líður Reykjavíkurmaraþoni og um alla borg sjá hlaupara æfa sig í styttri og lengri hlaupum og búa sig undir stóru stundina. Maraþonið er bæði heilsueflandi en tilgangur þess er líka safna fyrir hin ýmsu góðgerðarmál og hlauparar safna áheitum fyrir góðgerðarmál sem þeim standa nærri. Ellefu hlauparar munu þjóta áfram fyrir styrktarfélag Mikaels Smára, sem er ellefu ára drengur með taugahrörnunarsjúkdóm. Ein þeirra sem hleypur fyrir hann er móðursystir hans og aðdáandi Valdís Anna Jónsdóttir. Hún ætlar segja okkur frá.

Og svo eru það grenndargámarnir. Umræðan um útroðna gáma og rusl allt í kring náði hápunkti í Vesturbænum um helgina. Þar tóku tveir íbúar sig til og mættu með bíl og kerru og losuðu allt rusl í kringum gámana. Teitur Atlason, er annar þeirra og hann segist hættur nenna kvarta í borgaryfirvöldum eins og hann hefur gert í nær þrjátíu ár, og því tekið málin í eigin hendur. Hann kemur til okkar í Síðdegisútvarpið.

Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir listfræðingur og baráttukona birti alveg ótrúlega mynd af sér á Facebook í gær þar sem hún er í flugvél skorðuð á alveg ótrúlega undarlegan hátt og vafin inn í eitthvað sem líkist rúllupylsu. Inga, sem notar hjólastól, hlær á myndinni yfir fáránleika heimsins en vekur athygli á ítrekaðri vanvirðingu sem fötluðu fólki er gjarnan sýnt af hálfu flugfélaga. Hún hafði fyrr í sumar þurft hafna atvinnutilboði því, eins og

Frumflutt

31. júlí 2023

Aðgengilegt til

30. júlí 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Valur Grettisson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,