Síðdegisútvarpið

8.nóvember

Síðdegisútvarpið heilsar á miðvikudegi, við stýrið eru þau Hrafnhildur og Kristján Freyr Halldórsbörn

Samkvæmt nýrri rannsókn sem unnin var af Sóllilju Bjarnadóttur doktorsnema og Sigrúnu Ólafsdóttur prófessors hafa Íslend­ing­ar al­mennt mikl­ar áhyggj­ur af lofts­lags­breyt­ing­um, í þessari rann­sókn­ skoðuðu þær hvort mun­ur væri á lofts­lags­á­hyggj­um eft­ir kyni hér á landi og hvort fé­lags­mót­un og fé­lags­leg hlut­verk tengd­ust lofts­lags­á­hyggj­um kynj­anna og virðist svo vera kynjamunur ekki eins skýr hér á landi og kemur fram í er­lend­ar rann­sókn­um. Sóllilja kemur til okkar á eftir og segir okkur betur frá.

Ferðavef­ur Lonley Pla­net birti á dög­un­um grein um þrjá áfangastaði sem vert væri heim­sækja á Íslandi. Þar töldu sérfræðingar Neskaupstað, Ásbyrgi og Hrísey heppilega staði fyr­ir þau sem vilja ferðast eins og heima­menn. Þetta eru ekki í fyrsta skipti sem Lonely Planet mælir með heimsóknum til íslenskra áfangastaða, í fyrra voru Vestfirðir efstir á lista yfir svæði til heimsækja og okkur langar vita hvort álíka umfjöllun skili sér í auknum fjölda ferðafólks. Sigríður Kristjánsdóttur, framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu verður á linunni.

Við sögðum hér frá því í gær Lögreglan á Vesturlandi og Landhelgisgæslan leituðu ísbjarnar á Langjökli en ábending hafði borist um fótspor sem minnti á ísbjörn. Einn þeirra sem las fréttina er Arngrímur Hermannsson sem spurði í Facebook-færslu, ?Ísbjörn á Langjökli, er ekki í lag með menn?? Arngrímur þykist vita hvaðan fótsporin koma og setur okkur inn í þessa ráðgátu gærdagsins.

KSÍ hef­ur óskað eft­ir því við Knattspyrnusamband Evrópu mögu­legir heima­leikir ís­lensku landsliðanna á komandi vori verði leiknir er­lend­is og á blaðamannafundi sem fór fram fyrr í dag lýsti Åge Harei­de, þjálf­ari ís­lenska karla­landsliðsins í knatt­spyrnu, áhuga á heimaleikir liðsins í mars á næsta ári færu fram í Mal­mö í Svíþjóð. Einar Örn Jónsson íþróttafréttamaður ætlar ræða við okkur um þessa sérkennilegu stöðu og aðstöðuleys­i landsliðanna sem komin er upp.

Í kvöld verður haldinn upplýsingafundur vegna jarðhræringa og landriss við Grindavík og fundurinn verður haldinn í félagsheimili Stapa. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar verður á línunni undir lok þáttar og segir okkur betur frá fundinum.

En byrjum þáttinn á fréttaritara okkar í Brussel, Birni Malmquist.

Frumflutt

8. nóv. 2023

Aðgengilegt til

7. nóv. 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þættir

,