Síðdegisútvarpið

9.ágúst

Farsímanotkun barna og unglinga í skólum hefur oft verið til umræðu bæði hér í Síðdegisútvarpinu og víðar. Sitt sýnist hverjum í þessum efnum og menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, hefur kallað eftir því blátt bann verði lagt við notkun snjallsíma í skólum. Jón Pétur Zimsen aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla hefur skoðun á þessum málum, styttist í skólabyrjun, Reykjavíkurborg er ekki búin taka ákvörðun í því hvort leggja eigi bann við símanotkun í skólum en hvað leggur Jón Pétur til í þessum efnum? Við spyrjum hann út í það í þætti dagsins.

Það eru áform um nýtt íbúðahverfi við Suðurfell í Efra- Breiðholti en í nýju deiliskipulagi er gert ráð fyrir lágreistri íbúabyggð með 50 til 75 íbúðum.

Skiplagslýsing hverfisins var nýlega auglýst í Skipulagsgáttinni og við ætlum heyra í Pawel Bartoszek úr umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar og hann til fara betur yfir hvernig þetta mun líta út í framtíðinni.

Björn Malmquist er á leið til Berlínar, með næturlestinni frá Brussel. (hún fer semsagt 19.22 frá Brussel og kemur til Berlínar 0745 á fimmtudag). Þetta er þjónusta milli Brux og Berlínar - og hefur vakið talsverða athygli. Fyrir utan næturlestir eru öðlast nýtt líf í Evrópu, útaf aukinni áherslu á umhverfisvæna samgöngukosti.....við heyrum í Birni áður en hann stekkur um borð

Pálmi Gunnarsson er iðinn við kolann en hann var senda frá sér nýtt lag sem heitir ég skal breyta heiminum, lagið er eftir son hans Sigurð Helga og textinn er eftir Braga Valdimar Skúlason. Við ætlum heyra í Pálma og spyrja hann út í lagið, sumarið, veiðina og ýmislegt fleira og auðvitað heyra lagið.

Norræna kemur ekki til Seyðisfjarðar á sínum vanalega tíma á fimmtudagsmorgun vegna óveðurs sem geisar á Norðurlöndunum. Agnar Sverrisson svæðisstjóri Smyrilline á Seyðisfirði verður á línunni hjá okkur á eftir.

Neyðarástand ríkir við vatnsaflsvirkjun í austur Noregi og verið er flytja fólk í burtu. Vatn í lóninu hækkar og flæðir yfir stíflu þar sem lúgur virkjunarinnar virka ekki. Á línunni hjá okkur er Atli Steinn Guðmundsson blaðamaður sem búsetur er í Noregi.

Frumflutt

9. ágúst 2023

Aðgengilegt til

8. ágúst 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þættir

,