Síðdegisútvarpið

18.ágúst

Hljóðvegur 1 er ljúka för sinni um landið allt þessa helgina. Þau eru meðal annars á Reykjanesinu en þar er Jóhann Alfreð sem ætlar vera í beinni frá skrifstofum Víkurfrétta. Ritstjórinn og eigandi Víkurfrétta, Páll Ketilsson, fagnar 40 ára starfsmæli um þessar mundir og Jóhann verður með hann í spjalli frá Reykjanesbæ á eftir um ferilinn og væntanlega helstu tíðindi af Suðurnesjum.

Hljómsveitin Botnleðja kom saman aftur eftir 10 ára hlé nýverið og hitaði þá upp fyrir sína helstu áhrifavalda í hljómsveitinni Pavement. Í hádeginu fóru í sölu miðar á næstu tónleika sveitarinnar sem eru haldnir í Bæjarbíói í október, skemst er frá því segja það það seldist upp á nokkrum mín og ákveðið var í hvelli halda aukatónleika. Eitt er öruggt og það er ekki munu allir komast sem vilja þá heldur, en í sárabætur fyrir þá sem komast ekki þá mætir Heiðar Örn Kristjánsson söngvari og gítarleikari bandsins til okkar á eftir og spilar í beinni.

Úr Barnaspítalasjóði Hringsins eru árlega veittir styrkir til bæta aðbúnað barna sem þurfa á heilbrigðisþjónustu halda. Eitt af aðalverkefnum sjóðsins síðustu ár hefur verið styrkja Vökudeildina svo aðbúnaður þar allra besti sem völ er á fyrir þau börn og foreldra sem þurfa nýta þjónustu Vökudeildar. Á morgun munu vaskir hlauparar hlaupa hring fyrir Hringinn í Reykavíkurmaraþoninu til safna fyrir bráðabúnaði fyrir fyrirbura og einn þeirra sem ætlar hlaupa er Óli Hilmar Ólason sérfræðingur í nýburalækningnum. Við ætlum heyra í Óla á eftir og hann til þess segja okkur betur frá þessum búnaði sem safnað er fyrir.

Jakob Smári Magnússon einn af okkar allra bestu bassaleikurum sem meðal annara hefur glamrað með Das Kapital, SSSól, Tappa Tíkarass, Grafík, Pláhnetunni, John Grant og miklu fleirum er fluttur úr höfuðborginni alla leið til Breiðdalsvíkur! Jakob er taka við Frystihúsinu sem margir telja vera einn flottasta tónleikastað landsins. En það er ekki allt því hann hefur einnig tekið sér kennslu við tónlistarskóla Fáskrúðsfjarðar-Stöðvarfjarðar og Breiðdals. Jakobs sögn býr hann í einhverskonar verðbúð fyrir austan. Allt þetta gerir okkur í Síðdegisútvarpinu afar forvitin. Við heyrum í Jakobi í þættinum.

Við heyrðum í hlaupahópnum Boss HHHC á mánudaginn en þá voru þeir nýkomnir á Sauðárkrók eftir hafa hlaupið þangað frá Akureyri. Þeir hafa hlaupið alla vikuna og eru koma til höfuðborgarinnar núna seinnipartinn. Hópurinn ætlar sér hlaupa tíu maraþon á fimm dögum og ættu þeir þá hafa á eftir lokið átta hlaupum en lok

Frumflutt

18. ágúst 2023

Aðgengilegt til

17. ágúst 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þættir

,