Síðdegisútvarpið

14.nóvember

Fyrirtæki hafa í gær og í dag keppst við bjarga verðmætum frá Grindavík líkt og kom fram í hádegisfréttum í dag. Útgerðir í Grindavík eru vongóðar um bjarga hráefni og afurðum úr bænum og Orf líftækni tókst sækja verðmæt fræ sem verið er rækta í Grænu smiðjunni í Grindavík sem er nýlegt hátæknigróðurhús. Berglind Rán Ólafsdóttir er framkvæmdastýra ORF líftækni við heyrum í henni.

Líkhúsið á Akureyri er auglýst til sölu eða leigu á Akureyri.net og í Morgunblaðinu í dag. Hvers vegna er líkhúsið til sölu og er ekki lögbundið rekið líkhús í hverju bæjarfélagi? Smári Sigurðsson framkvæmdastjóri Kirkjugarða Akureyrar verður á línunni hjá okkur á eftir.

Fræðslunefnd Náttúrulækningafélags Íslands efnir í kvöld til Málþings um Offitu þar sem yfirskriftin er : Er lausnin skurðaðgerð, lyfjameðferð eða ? Meðal frummælanda er Aðalsteinn Arnarson kviðarholsskurðlæknir sem ræðir um efnaskiptaaðgerðir, Erna Gunnþórsdóttir læknir á Vogi ræðir efnaskiptaaðgerðir og fíknisjúkdóma, Erla Gerður Sveinsdóttir lýðheilsufræðingur og sérfræðilæknir við offitumeðferð spyr hvort lyfjameðferð lausnin og Sólveig Sigurðardóttir formaður samtaka fólks með offitu er með erindi sem heitir : Hvað er með þessa offitu? Og þær síðastnefndu koma til okkar Erla Gerður og Sólveig

Sextíu ár eru síðan eldgosið sem myndaði Surtsey hófst. Frá upphafi hefur vísindafólk fylgst grannt með framgangi náttúrunnar í Surtsey allt frá því fyrsta plantan nam þar land til dagsins í dag þegar fjölbreytt plöntu og dýralíf er í eynni. Í kvöld verður sýnd heimildarmynd um Surtsey á RÚV eftir Gísla Einarsson og Magnús Atla Magnússon og við setjum okkur í samband við Gísla Einarsson í Borgarnesi á eftir.

Það stendur yfir heimsþing kvenleiðtoga í Hörpu og við ætlum hringja í Hönnu Birnu Kristjánsdóttur sem fer fyrir þessu.

En við byrjum á fréttum utan úr heimi, Oddur Þórðarson fréttamaður er hingað kominn.

Frumflutt

14. nóv. 2023

Aðgengilegt til

13. nóv. 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þættir

,