Síðdegisútvarpið

Forvörn við ópíóíðafíkn,staðan í Grindavík,Reynisfjara og typpamyndir

Í þáttinn til okkar í dag kemur Kjartan Þórsson læknir og einn stofnenda Prescriby en Prescriby er hugbúnaðarkerfi sem gerir heilbrigðisstarfsfólki kleift veita öruggari meðferðir og eftirfylgd með sterkum verkjalyfjum, róandi og svefnlyfjum. Kerfið var þróað á Íslandi af læknum og forriturum og er fara í loftið í fleiri löndum en Kjartan segir okkur betur frá þessu hér á eftir.

Enn á birtast myndbönd af ferðafólki sem er hætt komið í Reynisfjöru. Aldan var óvenju stór og kraftmikil í byrjun vikunnar og í kjölfarið birtu sjónarvottar myndbönd af fólki sem hætti sér allt of nærri. Einn þeirra sem oft hefur bent á hætturnar þarna er Ingólfur Bruun leiðsögumaður og við ætlum hringja í hann og spyrja hann út í það hvort eitthvað hafi breyst þarna þrátt fyrir skilti og aðvörunarljós og ef ekki hvað mætti betur fara.

Fyrr í vikunni fór fram málþing hér á landi þar sem langþráðar niðurstöður rannsóknar Nordic Digital Rights and Equlity Foundation eða NORDREF voru kynntar. Rannsóknin sem framkvæmd var í þremur löndum samtímis á Íslandi, Danmörku og Svíþjóð varpar ljósi á gerendur á bakvið typpmyndir, myndrænt kynferðisofbeldi og hótanir í garð stúlkna og kvenna á netinu. Strax loknum fimm fréttum kemur til okkar Þórdís Elva Þorvaldsdóttir stjórnarformaður NORDREF og fer yfir helstu niðurstöður rannsóknarinnar með okkur.

Núna á sunnudaginn ætlar skíðagöngufólk gera sér glaðan dag í Bláfjöllum. Skíðagöngufélagið Ullur stendur þar fyrir alls konar uppákomum í tengslum við vígslu á nýjum skála og þar með nýrri aðstöðu fyrir skíðagöngufólk. Trausti Árnason er formaður félagsins við heyrum í honum og spyrjum hann líka út í þessa sprengju sem orðið hefur á áhuga fólks á skíðagöngusportinu.

Eins og alltaf á fimmtudögum þá förum við í MEME vikunnar með Atla Fannari Bjarkasyni.

En við byrjum á Benedikt Sigurðssyni fréttamanni en hann er nýkominn frá Grindavík þar sem hjól atvinnulífsins eru farin snúast.

Frumflutt

22. feb. 2024

Aðgengilegt til

21. feb. 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þegar fyrsta hluta úthlutunar leikskólaplássa í Reykjavík lauk föstudaginn 10. maí höfðu foreldrar rúmlega 1700 barna fengið boð og þegið vistun í borgarrekna leikskóla.

Hildur Lilja Jónsdóttir, fagstjóri leikskóla í Austurmiðstöð sem einnig er í innritunarteymi skóla- og frístundasviðs kemur til okkar á eftir og fer yfir stöðuna í þessum málaflokki með okkur.

Halla Hrund Logadóttir forsetaframbjóðandi verður síðan hjá okkur í seinni hluta þáttar á grillinu eins og við höfum kosið kalla þennan dagskrárlið. Við spyrjum Höllu spjörunum úr og freistum þess kynnast henni betur.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO telur akstur vegna farsímanotkunar einn stærsti áhættuþáttur umferðarslysa í heiminum.

Allt bendir til þess fólk sem notar síma við akstur fjórum sinnum líklegra til lenda í slysi. Þá er tuttugu og þrisvar sinnum líklegra fólk sem les og eða skrifar skilaboð meðan á akstri lendi í slysi. hefur Samgöngustofa í samvinnu við tryggingarfélagið Sjóvá ákveðið hrinda af stað herferð gegn farsímanotkun sem ber yfirskriftina "EKKI TAKA SKJÁÁHÆTTUNA" Það er hættulegt tala í síma undir stýri. Gunnar Geir Gunnarsson deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu kemur til okkar.

Íbúar í Ölfusi eru fara kjósa samhliða forsetakosninunum um hvort þeir vilji breyti á deiluskipulagi þannig mölunarverskmiðja Hedelberg geti risið í næsta nágrenni við Þorlákshöfn. Það er búið boða til íbúðarfundar í kvöld og hingað er komin Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi í minnihluta bæjarstjórnar Ölfuss.

Þættir

,